fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Fátæklegt úrval á söluskrá fasteigna á höfuðborgarsvæðinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 10:20

Það er lítið framboð af fasteignum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa eins fáar íbúðir verið til sölu á höfuðborgarsvæðinu og núna. Þetta hefur haft þau áhrif að dregið hefur úr fasteignasölu. Formaður Félags fasteignasala segist ekki muna eftir annarri eins stöðu og nú er.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í maí 2020 hafi 1.800 íbúðir i fjölbýli verið til sölu samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Nú eru þær aðeins um 250 að sögn Hannesar Steindórssonar, formanns Félags fasteignasala. „Það er ofboðslega lítið til. Ég er búinn að vera í þessum bransa í sautján ár og man ekki annað eins. Staðan hefur aldrei verið svona,“ sagði Hannes.

Hann sagði að í raun séu aðeins 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til sölu núna því inni í fjölda fasteigna til sölu samkvæmt opinberum skrám séu hesthús, lóðir, sumarhús, atvinnuhúsnæði og fleira.

Hann sagði að 60 til 70 einbýlishús séu til sölu og 60 par- og raðhús. Nánast ekkert framboð sé í sumum hverfum, til dæmis Vesturbænum og Seltjarnarnesi. Einnig séu aðeins nokkrir tugir eigna í fjölbýli til sölu í Kópavogi.

Hann sagðist telja að þrjú til fjögur ár séu í að jafnvægi náist á milli framboðs og eftirspurnar þrátt fyrir að töluvert af húsnæði sé í byggingu eða í pípunum.

Þetta litla framboð þrýstir verðinu upp því eftirspurnin er mun meiri en framboðið. Á síðustu mánuðum voru 35 til 40% seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu seldar á yfirverði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg