fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Íbúar ósáttir við að flóttamenn með afbrotaferil verði hýstir í bænum – Dæmdir morðingjar þeirra á meðal

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. nóvember 2021 06:09

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bænum Sandvad, sem er nærri Vejle á Jótlandi í Danmörku, búa aðeins um 200 manns. Þar er miðstöð fyrir flóttamenn og fljótlega flytja 13 flóttamenn þangað. Bæjarbúar hafa vitað af þessum um hríð og hafa spurt sjálfa sig og aðra hverjir það væru sem flytja inn í flóttamannamiðstöðina. Í september sagði Tina Lundgaard, svæðisstjóri Rauða krossins, að það væru flóttamenn með „sérþarfir“ en ekki afbrotamenn.

„Það er ekki nein sérstök skilgreining á þeim flóttamönnum sem eiga að búa í Sandvad en þeir þurfa allir auka hjálp og því er ekki hægt að hafa þá annars staðar. Það er sem sagt ekki um glæpamenn að ræða og flóttamannamiðstöðin í Sandvad er ekki nýtt Kærshovedgård,“ sagði Tina í samtali við staðarblaðið í Vejle. Kærshovedgården er flóttamannamiðstöð á Jótlandi þar sem útlendingar, sem hefur í raun verið vísað úr landi, eru vistaðir. Þetta eru útlendingar sem ekki er hægt að senda úr landi, þrátt fyrir brottvísun, því heimalönd þeirra vilja ekki taka við þeim eða þá að lífi þeirra þykir ógnað ef þeir verða sendir til heimalandsins. Danir neyðast því til að hafa þá í landinu þrátt fyrir að vilja ekkert með þá hafa. Þessir flóttamenn hafa margir hverjir stundað afbrot nærri Kærshovedgård og eru flestum íbúum þar í nágrenninu mikill þyrnir í augum.

En samkvæmt frétt Ekstra Bladet þá er þetta einhverskonar hálfsannleikur því eftir nokkrar vikur flytja 13 flóttamenn inn í miðstöðina. Margir þeirra hafa hlotið refsidóma, þar á meðal fyrir afbrot sem flokkast hættuleg. Þetta kemur fram í skriflegu svari útlendingaeftirlitsins til blaðsins. Segir Ekstra Bladet að nokkrir hinna 13 hafi verið dæmdir fyrir morð framin í Danmörku og sumir hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot. „Að auki glíma væntanlegir íbúar við misnotkunarvanda, áfallavanda eða skerta andlega og/eða líkamlega færni,“ segir í svari útlendingaeftirlitsins.

Flóttamennirnir 13 hafa fram að þessu verið hýstir í Station Vest í Brovst á Norður-Jótlandi og segir Ekstra Bladet að margir þeirra hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun þar. Tilkynnt hefur verið um mörg tilfelli hótana, ofbeldis og áreitni af þeirra hálfu.

Ekstra Bladet segir að margir íbúar í Sandvad séu ósáttir vegna komu flóttamannanna en aðrir láti sér fátt um finnast, enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn