fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gagnrýnir tekjur Ólafs Karls Nielssonar af rjúpnavöktun – Sami maðurinn og veitir veiðiráðgjöf hefur tekjur af rannsóknum og talningu – Tugmilljónir á ári

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 21:49

Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Antonsson vekur athygli á miklum kostnaði af vöktun og talningu rjúpu og telur óeðlilegt að Ólafur Karl Nielson vistfræðingur hafi svo mikið að segja þegar kemur að ráðgjöf um hæfilega rjúpnaveiði, þar sem hann hafi fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Ólafur annast vöktun á rjúpnastofninum og rannsóknir á vistfræði hans og veiðiþoli.

Rjúpnaveiðitímabilið í haust er ákveðið 22 dagar en ekki má veiða fyrir hádegi þann tíma. Rjúpnastofninn hefur skroppið mjög saman síðustu ár en Kjartan segir að óútskýrt hrun hafi orðið milli 2019 og 2020 sem eigi sér ekki orsök í veiði:

„Því er endalaust haldið á lofti að hámarki hafi verið náð í rjúpnastofninum 2018. Það er rangt því samkvæmt opinberum tölum var stofninn í hámarki 2019 en þá var veiðistofninn áætlaður 820.000 fuglar á móti 758.00 fuglum 2018.

Hámarksveiðiálag árið 2019 var metið 72.000 fuglar. Veiðmenn voru hófsamir og veiddu 60.524 fugla sem gerir 7.4% af veiðistofni, eða hvað? Jú vissulega veiddu veiðimenn 7.4% af veiðistofni sem gerir 84% af ráðlagðri heildarveiði.

En svo gerist eitthvað stórkostlegt sem engin getur skýrt þrátt fyrir áratugarannsóknir. Stofninn hrynur á milli áranna 2019 – 2020 úr 820.00 fuglum niður í 280.000 fugla! Það er hrun upp á 540.000 fugla eða um 66% af stofninum.

Það má því auðveldlega slá því föstu að 66% af veiddum fugli 2019 hefði hvort sem er drepist vegna óútskýrðra affalla á milli áranna 19-20. Þá má í framhaldi einnig slá því föstu að áhrif veiða hafi einungis verið ca.19.000 fuglar eða 2.3% af stofninum.

Er það möguleiki að alltaf sé talað um hámarkið 2018 en ekki 19 þar sem stofninn á að sveiflast upp og niður á við með reglulegu millibili í stað þess að hrynja á milli ára eins og tölur staðfesta?“

Tæplega 24 milljónir á einu ári

Kjartan hefur aflað sér gagna um kostnað við vöktun rjúpnastofnsins árið 2017, 2018 og 2019 og birtir töflur með sundurliðuðum kostnaði. Kostnaðurinn árið 2019 er tæplega 24 milljónir og yfir þriggja ára tímabil er hann um 70 milljónir. Þess má geta að fyrir árið 2019 var kostnaður vegna ferða og matar við þessi verkefni tæplega 3,2 milljónir króna. Kjartan segir:

„Hvar í hinum vestræna heimi nema hér myndi það líðast að formaður Fuglaverndar hefði sennilega mest um það að segja hversu mikið er ráðlagt að veiða af ákveðnum fugla stofni sem hann sjálfur rannsakar og hefur tekjur af. Að mínu mati og þeirra sem ég í það minnsta hef borið þetta undir trúðu þessu ekki fyrst og hvað þá sundurliðuninni varðandi kostnað við þessar rannsóknir!“

Kjartan telur tímabært að tefla fram við veiðiráðgjöf sérfræðingum sem hafi ekki hagsmuna að gæta hvað varðar verndun og vöktun stofnsins. Hann bendir einnig á að 22 veiðidagur séu í raun 11 dagar þar sem veður hamli mjög oft veiði.

Pistill Kjartans í heild og töflumyndirnar eru hér að neðan:

 

Löng lesning en þeir lesa sem áhuga hafa.

Borgum við ofurlaun? Og þá fyrir hvað? Hugsalega lítið eða ekkert?

En fyrst þetta.

Hef verið að afla mér gagna undanfarið á netinu varðandi rjúpnaveiðar og ýmsu þeim tengdum. Það verður að segjast alveg eins og er að ég á ekki til eitt einasta andskotans orð eins og Bjartmar segir í textanum góða.

Heimildir.

Náttúrufræðistonfun Íslands

Fuglafriðun.is

Ruv fréttir

Byrjum á stofnstærð og veiðitölum.

Því er endalaust haldið á lofti að hámarki hafi verið náð í rjúpnastofninum 2018. Það er rangt því samkvæmt opinberum tölum var stofninn í hámarki 2019 en þá var veiðistofninn áætlaður 820.000 fuglar á móti 758.00 fuglum 2018.

Hámarksveiðiálag árið 2019 var metið 72.000 fuglar. Veiðmenn voru hófsamir og veiddu 60.524 fugla sem gerir 7.4% af veiðistofni, eða hvað? Jú vissulega veiddu veiðimenn 7.4% af veiðistofni sem gerir 84% af ráðlagðri heildarveiði.

En svo gerist eitthvað stórkostlegt sem engin getur skýrt þrátt fyrir áratugarannsóknir. Stofninn hrynur á milli áranna 2019 – 2020 úr 820.00 fuglum niður í 280.000 fugla! Það er hrun upp á 540.000 fugla eða um 66% af stofninum.

Það má því auðveldlega slá því föstu að 66% af veiddum fugli 2019 hefði hvort sem er drepist vegna óútskýrðra affalla á milli áranna 19-20. Þá má í framhaldi einnig slá því föstu að áhrif veiða hafi einungis verið ca.19.000 fuglar eða 2.3% af stofninum.

Er það möguleiki að alltaf sé talað um hámarkið 2018 en ekki 19 þar sem stofninn á að sveiflast upp og niður á við með reglulegu millibili í stað þess að hrynja á milli ára eins og tölur staðfesta?

Svo þegar sérfræðingurinn er spurður hvað valdi þá eru svörin gjarnan, hugsanlega, væntanlega, það má leiða að því líkum og svo fr. Eftir áratuga rannsóknir er oftast ekkert í hendi annað en getgátur og gisk! Óvenju há náttúruleg afföll geta skýrt ástandið en aldrei koncret ástæða. Oftast er það að leiða meigi að því líkum að það sé vegna hrets um vor eða snemmsumars og svo fr. og svo fr.

Það má mögulega til sannsvegar færa að einn maður hafi undanfarna áratugi verið mesta þyngdin á vogarskálinni þegar kemur að veiðiráðgjöf og rannsóknum á rjúpunni. Það er nánast sama hvar leitað er varðandi stofnstærð, rannsóknir, veiðar, friðun og svo fr. þá er nafn hans undir. Það hlýtur að vera eðlileg ályktun að halda því fram að nánast sá eini sem fær greitt fyrir rjúpnarannsóknir hafi mest um það að segja hversu mikið má veiða?

Þessi maður er formaður Fuglaverndar og var sæmdur Fálkorðunni nú í sumar á Bessatöðum vegna starfa sinna.

Hvar í hinum vestræna heimi nema hér myndi það líðast að formaður Fuglaverndar hefði sennilega mest um það að segja hversu mikið er ráðlagt að veiða af ákveðnum fugla stofni sem hann sjálfur rannsakar og hefur tekjur af. Að mínu mati og þeirra sem ég í það minnsta hef borið þetta undir trúðu þessu ekki fyrst og hvað þá sundurliðuninni varðandi kostnað við þessar rannsóknir!

Þessi sami maður vaktar einnig Fálkastofninn og hefur gert í áratugi. Hér er ekki rætt um hvað hann fær borgað fyrir þá vöktun eða annað sem hann kann að gera enda borgum við vonandi ekki fyrir það?

Hér í þessu dæmi er eingöngu rýnt í kostnað vegna vöktunar á rjúpunni. Árið 2019 voru dagvinnutekjur Ólafs Karls Níelsen kr.11.662.000!

Yfirvinna og launatengd gjöld voru kr.4.152.000!

Ferðafé og matur var kr.3.176.000!

Akstur var kr.3.170.000!

Bara akstur, matur og ferðafé var samtals kr.6.346.000 árið 2019.

Akstur er einhverrahluta vegna ekki partur af ferðafé? Á viðkomandi bílinn sem hann notar við þessar rannsóknir eða er Náttúrufræðistofnun Íslands að taka inn á bílinn? Ég veit það ekki þess vegna velti ég þessu fyrir mér.

Heildarkostnaður fyrir rjúpnavöktun árið 2019 var samtals kr.23.972.000!

Á 5.árum gerir þetta 119.860.000 og á 10.árum = 239.720.000 miðað við árið 2019.

Læt fylgja þessum pósti sundurliðaðan kostnað rjúpnavöktunar fyrir árin 2017-2019.

Er nema von að maður spyrji gagnrýnna spurninga? Er ekki komin tími til að við fáum aðra „sérfræðinga“ sem hafa engra hugsanlegra hagsmuna að gæta til að vakta stofninn og þá hellst erlenda fræðinga, til dæmis frá Noregi. Ég trúi því að peningum okkar væri mun betur borgið ef svo væri og niðurstöður mun trúverðugri á hvorn vegin sem þær væru.

Hvernig fer annars þessi vöktun fram, hvað þarf til dæmis að keyra svo mikið og sennilega eru borguð laun meðan keyrsla fer fram ásamt kostnaði við akstur. Vitið þið hvað peningar sem fara í akstur duga marga hringi í kringum Ísland á bíl sem eyðir ca. 12.disel lítrum á hundraðið. Það er einfalt reiknisdæmi. Ca.78 hringi í kringum landið og þá er Fálkinn eftir!

Skoðum ferðafé og matarkostnað og sleppum aksturskostnaði. Deilt niður á 365 daga, já ég tek sunnu og laugardaga, jól og páska inn í þá er borgað kr.8.684 hvern einasta dag ársins í ferðafé og matarkostnað. Mig langar að sjá þessa reikninga. Hvar er borðað og hvar er gist og hvað kostar það í hvert skipti?

Hverjir taka þátt í vöktun/talningu? Er alltaf farið á sama degi ár eftir ár burt séð frá veðurfarsbreytingum og aðstæðum frá fyrra ári? Er það alltaf sama fólkið eða er mikil endurnýjun? Hverjir voru valdir til að skjóta 180-340 rjúpur fyrir veiðitímabil til rannsókna þegar það stóð yfir í 12.ár og hvað hefur komið út úr því fyrir okkur veiðimenn. Einhverjir hnýslar og fl. í fuglinum sem hefur ekkert með okkur að gera en við borgum fyrir það samt.

Skotvís hefur sannarlega verið áberandi í umræðunni og má færa rök fyrir því að þeir hafi haft áhrif okkar veiðifólks til gagns. En mér finnst þetta bara svo hrópandi galið að ekki verður lengur við unað. Við þurfum að fá trú á því sem borið er á borð fyrir okkur á hvorn vegin sem það er.

Átti orðastað við Jón Þór Víglundsson stjórnarmann í Skotvís hér á öðrum þræði um daginn. Þar hélt hann því fram að það væri Skotvís að þakka að við héldum þessum 22.dögum áfram eins og ekkert hefði breyst.

Það má alveg segja að þetta séu 22.dagar en það vita allir að svo er ekki. Þetta er að hámarki 11.dagar sem svo skerst eitthvað af vegna veðurs.

Hefði hann haldið því fram að þetta væru 22.dagar ef öfgarnar hefðu verið svo miklar að við mættum aðeins veiða 1.klukkutíma á dag á hverjum veiðidegi? Já líklega miðað við hans svör.

Þetta er svipað og halda því fram að það virki að taka upp ljósmynd af logandi arni og telja sér trú um að hægt sé að orna sér við myndina!

Tek sérstaklega fram að eftir að hafa kynnt mér þessi mál með þessum niðurstöðum þá er mitt álit á Ólafi Karli Nielsen það að hann sé snillingur bara til að það sé á hreinu.

Að lokum eins og ég byrjaði.

Ég á ekki til eitt einasta anskotans orð!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“