fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Vara áfram við eitruðum kræklingi úr Hvalfirði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 14:43

Kræklingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum fyrir skömmu.

Í frétt á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.

Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi föstudaginn 22. október s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi væri óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist 1150 µg/kg í kræklinginum. Bæði gildin eru vel yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 µg/kg.

Eru neytendur enn varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er. Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum. Yfir veturinn er sýnataka mánaðarlega, þar sem vöxtur þörunga er hægur yfir dimma vetrarmánuði og breytingar á stöðu þörungaeiturs eru hægar.

Að lokum vill Matvælastofnun vekja athygli á að því fylgir ávalt áhætta að neyta skelfisks sem safnað er við skeljatínslu og er það alltaf á eigin ábyrgð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“