Sigurður Ingvarsson, sem útskrifast sem leikari frá Listaháskóla Íslands næsta vor, er þegar farinn að láta til sín taka í bransanum. Hann landaði veigamiklu hlutverki í kvikmyndinni „Sumarljós og svo kemur nóttin“ eftir Elfar Aðalsteinsson sem kemur út árið 2022. Þá fer Sigður einnig með hlutverk í hinum heimsfrægu bresku sjónvarpsþáttunum Killing Eve. Ekki liggur fyrir um hversu stórt hlutverk er að ræða en fjórða þáttaröðin verður frumsýnd á næsta ári.
Þetta kemur fram í færslu á Instagram-síðu Móðurskipsins.
Sigurður á ekki langt að sækja leiklistarhæfileikanna enda hafa foreldrar hans báðir látið til sín taka á því sviði. Faðir hans er stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson og móðir hans leikkonan Edda Arnljótsdóttir. Þá hefur systir hans Snæfríður Ingvarsdóttir gert það gott á sama sviði en hún er fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu og hefur gert það gott í kvikmyndum eins og Ölmu og Kaldaljósi.
View this post on Instagram