fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Glæfraakstur í Kópavoginum: Var í æfingaakstri með syni sínum þegar „fáviti“ svínar fram úr á ofsahraða

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 19:20

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgar voru saman að keyra á Dalveginum í Kópavogi í gærkvöldi þegar þeir urðu vitni að miklum glæfraakstri. „Óþolinmóður ökumaður (eða bara fáviti) ákveður að taka fram úr okkur á ofsahraða á gatnamótum,“ segir faðirinn í samtali við DV um málið en sonur hans var í æfingaakstri þegar glæfraaksturinn átti sér stað.

„Þarna munaði engu að umræddur fáviti hefði misst vald á bifreið sinni og endasteypst utan vegar með alvarlegum afleiðingum.  Þetta er svo algjörlega glórulaus hegðun að það nær engri átt.“

Þrátt fyrir að sonurinn sé ekki ennþá kominn með bílpróf þá brást hann vel við glæfraakstrinum. „Drengurinn var pollrólegur, annað en ég,“ segir faðirinn.

Sem betur fer fór bíllinn ekki í bíl feðganna en það munaði litlu. „Hann sleppur alveg en þetta var mjög tæpt. Þetta gerðist líka svo snöggt, maður tekur ekki eftir þessu fyrr en bíllinn er kominn framhjá.“

Feðgarnir eru með myndavél í bílnum og náðu því myndbandi af glæfraakstrinum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“