Alls greindust 144 með ný smit COVID-19 í gær en ekki hafa fleiri greinst á einum sólarhring síðan í byrjun ágúst. 104 þeirra sem greindust smitaðir í gær voru utan sóttkvíar.
Alls eru nú 1.015 í einangrun og 1.129 í sóttkví. 17 einstaklingar liggja inn á sjúkrahúsi með COVID-19 og fimm eru á gjörgæslu.