Deutsche Welle skýrir frá þessu. „Þetta er mjög, mjög óþægileg afhjúpun. Það er einmitt þetta sem við vildum ekki sjá á nýjan leik,“ sagði Ursula Nonnenmacher, heilbrigðisráðherra sambandsríkisins, um stöðuna á dvalarheimilinu.
Vegna málsins hafa yfirvöld í ríkinu hert þær reglur sem gilda um sýnatöku óbólusetts starfsfólks í umönnunargeiranum. Á svæðum þar sem hlutfall smita síðustu sjö daga er yfir 100 á hverja 100.000 íbúa verður starfsfólkið að fara í sýnatöku daglega.
Nonnenmacher sagði að þetta væru nauðsynlegar aðgerðir því íbúar dvalarheimilisins væru sérstaklega viðkvæmir gagnvart veirunni og eigi á hættu að veikjast alvarlega eða deyja.
Allir hinir látnu voru yfir áttræðu og flestir glímdu við undirliggjandi sjúkdóma.
Forstjóri dvalarheimilisins fékk sekt því hún mætti í vinnu eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Bild segir að 44 íbúar og 15 starfsmenn hafi greinst með veiruna.
Heimilisfólk hefur verið beðið um að halda sig í íbúðum sínum og heimsóknir eru ekki leyfðar.