fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

11 íbúar dvalarheimilis aldraðra hafa látist í kórónuveirufaraldri á heimilinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 07:06

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 íbúar á dvalarheimili aldraðra í Brandenburg í austurhluta Þýskalands hafa látist síðustu daga af völdum COVID-19. 59 íbúar og starfsmenn hafa greinst með veiruna. Aðeins helmingur starfsfólks dvalarheimilisins er bólusett gegn kórónuveirunni.

Deutsche Welle skýrir frá þessu. „Þetta er mjög, mjög óþægileg afhjúpun. Það er einmitt þetta sem við vildum ekki sjá á nýjan leik,“ sagði Ursula Nonnenmacher, heilbrigðisráðherra sambandsríkisins, um stöðuna á dvalarheimilinu.

Vegna málsins hafa yfirvöld í ríkinu hert þær reglur sem gilda um sýnatöku óbólusetts starfsfólks í umönnunargeiranum. Á svæðum þar sem hlutfall smita síðustu sjö daga er yfir 100 á hverja 100.000 íbúa verður starfsfólkið að fara í sýnatöku daglega.

Nonnenmacher sagði að þetta væru nauðsynlegar aðgerðir því íbúar dvalarheimilisins væru sérstaklega viðkvæmir gagnvart veirunni og eigi á hættu að veikjast alvarlega eða deyja.

Allir hinir látnu voru yfir áttræðu og flestir glímdu við undirliggjandi sjúkdóma.

Forstjóri dvalarheimilisins fékk sekt því hún mætti í vinnu eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Bild segir að 44 íbúar og 15 starfsmenn hafi greinst með veiruna.

Heimilisfólk hefur verið beðið um að halda sig í íbúðum sínum og heimsóknir eru ekki leyfðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið