Laust fyrir klukkan fimm í dag hafði vegfarandi samband við DV eftir að hafa séð til um 5 sjúkrabíla, tveggja merktra lögreglubíla og eins ómerkts, eins björgunarsveitarbíls og tveggja slökkviliðsbíla, sem allir fóru á fleygiferð í gegnum Kjalarnes og upp í Kjósarsýslu.
Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, stöðvarstjóri á Lögreglustöð 4, staðfesti að umferðarslys hafi orðið í Kjósinni. Hún hafði ekki nánari upplýsingar frá vettvangi.
Samkvæmt Fréttablaðinu átti slysið sér stað á milli Kjalarness og Hvalfjarðar. Samkvæmt RÚV fór bíll út af veginum í flughálku og kviknaði eldur í honum. Tvær manneskjur voru fluttar á slysadeild, alvarlega slasaðar.