fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Lífeyrissjóður Verslunarmanna kaupir skuldabréf hjá stærsta tóbakssala landsins þrátt fyrir tóbaksbann

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 4. nóvember 2021 10:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í október setti Lífeyrissjóður verslunarmanna 138 fyrirtæki á útilokunarlista vegna stefnu sjóðsins um að fjárfesta ekki í fyrirtækjum sem uppfylla ekki skilyrði um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar. Inni á heimasíðu Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að þeir sem útilokaðir séu úr eignasöfnum LV eru framleiðendur tóbaks, framleiðendur umdeildra vopna, tilteknir flokkar jarðefnaeldsneytis og fyrirtæki sem brjóta gegn vissum alþjóðasamningum.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er sá stærsti hér á landi.

Þrátt fyrir ákvæði um að fjárfesta ekki í tóbaksfyrirtækjum, fjárfesti lífeyrissjóðurinn í ríkisskuldabréfum fyrir 17 milljarða í fyrra og eiga nú samtals 169 milljarða inni hjá ríkinu. Nemur raunar fjárfesting lífeyrissjóðsins í ríkisskuldabréfum 43% af heildar fjárfestingum sjóðsins í innlendum skuldabréfum.

Eins og alþjóð veit er íslenska ríkið stærsti, og eini, heildsali tóbaks á Íslandi.

Aðspurður hvernig fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna í ríkisskuldabréfum rúmast inni í fjárfestingarstefnu sjóðsins í ljósi áðurnefndrar útilokunarstefnu, segir Þórhallur B. Jósepsson að útilokun fjárfestinga nær aðeins til hluta- eða skuldabréfa í fyrirtækjum sem framleiða tóbak.

Þá segir hann að útilokunin nái ekki til ríkja. „Á síðari stigum kann að verða breyting hvað þetta varðar, en ekki er tímabært að svo komu að taka afstöðu til þess,“ bætir hann við.

Á meðal fyrirtækjanna þrettán sem útilokuð hafa verið af sjóðnum vegna tóbaksframleiðslu eru Philip Morris International, Japan Tobacco Inc. og British American Tobacco P.L.C. Fyrirtækin framleiða meðal annars Marlboro, Lucky Strike og Winston.

Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er heildsali hér á landi fyrir allar þær tegundir, og fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar