Tónlistar- og leikkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt undir listamannsnafni sínu GDRN, hefur greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Þetta tilkynntir listakonan fjölhæfa á Instagram síðu sinni. Framundan er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og átti GDRN að stíga á stokk um næstu helgi. Óhjákvæmilega verður ekki af þeim tónleikum.
„Því miður mun ég ekki spila á Iceland Airwaves næsta laugardag því ég greindist með Covid. Mér þykir ofboðslega sárt að geta ekki verið með því ég hef verið svo spennt að spila aftur fyrir ykkur, en vona að ég fái að sjá ykkur á næsta ári,“ segir GDRN í einlægri færslu sem er ekki síður beint til erlendra aðdáenda enda bæði skrifuð á ensku og íslensku.
Iceland Airwaves-hátíðin er með talsvert breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldursins hvimleiða. Til stóð að GDRN myndi troða upp ásamt 15 öðrum íslenskum atriðum í beinu streymi á netinu frá fjórum mismunandi tónlistarstöðum.