fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Forstjóri ríkisstofnunar fékk 7% bónus fyrir að leggja stofnunina niður

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 11:00

Sigríður sinnti því óvenjulega verkefni, að leggja stofnunina sem hún stýrði niður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fékk 7% bónus ofan á mánaðarlaunin sín í fimm mánuði í lok síðasta árs vegna aukins álag sem fylgdi því að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður.

Stofnunin var lögð niður á þessu ári eftir miklar þreifingar og þras, en ákvörðun Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra nýsköpunar, þess efnis var harðlega gagnrýnd. Sagði DV til dæmis frá því í september í fyrra að kostnaður við að leggja stofnunina niður yrði 305 milljónir. Hugmynd Þórdísar kynnti hún fyrst í ríkisstjórn í febrúar í fyrra.

„Óvenjulegar aðstæður“

Í bréfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem DV hefur undir höndum má lesa að Sigríður hafi óskað eftir bónusnum vegna aukins álags sökum veikinda þáverandi fjármálastjóra stofnunarinnar og aukinnar vinnu í tengslum við að ákvörðun ráðherra um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður.

Rétt þykir, segir enn fremur í bréfi ráðuneytisins, „að taka tillit til þeirra óvenjulegra aðstæðna sem skapast þegar forstöðumanni er falið að vinna að niðurlagningu stofnunar og verður fallist á að greiða yður 7% álag ofan á heildarlaun fyrir tímabilið 1. ágúst til 31. desember 2020.“ Þá kemur það jafnframt fram í bréfinu að Sigríður haldi launum sínum fyrir tímabilið 1. janúar til 30. apríl 2021, „þrátt fyrir minna umfang í rekstri.“

Ráðherra hefur samkvæmt lögum og reglugerð fjármálaráðherra heimild til þess að ákvarða forstjórum ríkisstofnana álagsgreiðslur vegna „óvæntra eða ófyrirséðra ytri atvika“ sem orsaka aukið álag, eða verkefna sem eru „verulega umfram reglubundnar starfsskyldur og rúmast ekki innan venjubundinnar starfsemi stofnunar,“ eins og það er orðað í reglugerðinni.

Ríkulegir Covid bónusar greiddir

Þá sagði DV frá því í gær að Alma Möller landlæknir, Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, fengu öll álagsgreiðslur samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra sökum Covid faraldursins og bólusetningarátaks hins opinbera í fyrra og sum þeirra inn á þetta ár.

Þá fengu fleiri bónusa á sama grundvelli. Mennta- og menningarmálaráðuneyti veitti þannig forstöðumanni Kvikmyndasafns Íslands, Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, 80 þúsund króna bónus á mánuði frá júlí 2020 til september 2021 vegna viðbótarverkefna og álags, og Jóni Reyni Sigurvinssyni, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, fyrir að taka að sér jarðfræðikennslu en ekki fékkst kennari í verkefnið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti