Niðurstöðurnar sýna að þegar sýktum óbólusettum einstaklingum, með undirliggjandi sjúkdóma á borð við sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóma, var gefið lyfið fækkaði sjúkrahúsinnlögnum þessa hóps um 33%. Það er athyglisverð niðurstaða því þessi hópur er í aukinni hættu á alvarlegum veikindum af völdum COVID-19 vegna undirliggjandi sjúkdómanna.
Ekstra Bladet hefur eftir Lars Bjerrum, lækni og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að niðurstöðurnar marki tímamót. „Það er mikið að innlögnum fækki um 33%. Þetta er svo sannarlega niðurstaða sem skiptir máli,“ sagði hann.
Hann benti á að þetta sé mjög athyglisvert fyrir öll þau lönd þar sem bóluefni gegn veirunni eru ekki í boði. Þetta geti skipt sköpum þar því langt sé í að hægt verði að bólusetja alla gegn veirunni og þá sé gott að hafa möguleika á að fækka innlögnum um 33%. Þess utan sé lyfið ódýrt.
Rannsóknin náði ekki til áhrifa lyfsins á bólusett fólk en Bjerrum sagði að nú muni hann setja sig í samband við samstarfsfólk sitt um allan heim og að áhrif lyfsins á bólusett fólk verði rannsökuð.