Leikarinn Þórir Sæmundsson steig fram í þættinum Kveikur á RÚV í kvöld . Í þættinum opnaði Þórir sig um það þegar hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna ósæmilegra mynda sem hann sendi. Í kjölfarið steig hann fram í viðtali við DV og gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi málið. Sú ákvörðun virðist hafa dregið dilk á eftir sér því Þórir hefur síðan ekki getað fengið fasta vinnu í þau fjögur ár sem liðin eru frá brottrekstri hans úr leikhúsinu. Í þættinum er velt upp þeirri spurningu um hvenær menn sem brjóta af sér eiga afturkvæmt í samfélagið.
Ljóst er að þátturinn hefur vakið mikla athygli því mikil umræða hefur skapast eftir sýningu viðtalsins. Þannig loga athugasemdakerfi fjölmiðla og á Facebook má finna fjölmargar yfirlýsingar leikaranum til stuðnings. Þar má sjá að mörgum fannst viðtalið vera erfitt áhorfs og að þarna hafi verið opnað á umræðu sem sé afar þörf.
„Ég er bara orðlaus yfir þessu. Það er búið að eyðileggja líf þessa manns, það er ekkert sannað í þessu og að hann missi vinnuna útaf því hvað sagt er án sannanna er úti hött og að hann fái ekki vinnu síðustu 4 ár er óskiljanlegt. Allir eiga rétt á að bæta sig og sanna en hann hefur ekki einu sinni fengið tækifæri á því. Vonandi fær hann vinnu og fólk sem skemmir mannorð annara skammist sín,“ segir til að mynda í einni athugasemd um þáttinn á Facebook.
„Er íslenska þjóðin vægðarlaus, hefur þetta heilaga fólk sem neitar að ráða hann í vinnu aldrei gert nein mistök á lífsleiðinni, sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus,“ segir athafnakonan Margrét Friðriksdóttir í færslu sem margir líka við.
Á Twitter er sagan þó önnur, þar eru flestir að hneykslast á því að Þórir hafi verið fenginn í þetta viðtal og hann gagnrýndur fyrir að frásögn sína. Þá fordæma margir RÚV og Kveik fyrir þáttagerðina. Hrafn Jónsson, kvikmyndagagnrýnandi og pistlahöfundur, er á meðal þeirra sem gagnrýna RÚV en hann segir þáttinn hafa verið skrýtinn og veltir fyrir sér hvort þátturinn hafi hjálpað til til að við að upplýsa fólk.
Þórir sem viðmælandi inn í stóra umfjöllun um nýjan samfélagssáttmála/útskúfun: flott, frábært. Dýpkar.
Þórir sem eini viðmælandinn rammaður inn af voice overum um að ekki hafi náðst í fleiri viðmælendur:?
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 2, 2021
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem fólk hefur að segja um þáttinn á Twitter:
Ég gæti sagt margt um þennan Kveiksþátt. En þetta finnst mér mikilvægast í bili: Að halda því fram að fólk þori ekki að tala um þessi mál af því þau séu svo mikið jarðsprengjusvæði er beinlínis rangt.
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 2, 2021
Annars má líka endilega opna umræðuna um það hvernig einmitt fólk sem hefur setið inni m.a. í kjölfar vímuefnaneyslu á erfitt með að fóta sig í samfélaginu eftir það. Vantar almennt meiri skilning fyrir fólki og tækifæri til að betrumbæta sig eeeeen this aint really it
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 2, 2021
Loksins erum við að beina athyglinni að hinum raunverulegu þolendum ofbeldis: gerendum þess https://t.co/nMdvNxzM9J
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) November 2, 2021
Þetta var ekki umfjöllun við hæfi rannsóknarblaðamanna heldur drottingarviðtal við mann sem er margsaga um ásakanirnar. Ekkert málefnalegt við þetta og sannarlega ekki til að varpa ljósi á umræðuna heldur einungis til að grafa undan henni – ömurlegt að sjá @RUVohf #kveikur https://t.co/WZmwAKhQCl
— Silja Björk (@siljabjorkk) November 2, 2021
Fyrsta sem ég gerði þegar ég sá kynningu á efni Kveiks í kvöldfréttum var að leggja inn á Málfrelsissjóð. Djöfull er ég þreyttur á liði eins og þeim sem ákváðu að þetta drottningarviðtal væri góð hugmynd. Hvað hentuð þið sprengju inn á mörg heimili með þessu, Þóra Arnórs og RÚV?
— Henrý (@henrythor) November 2, 2021
Umræða um hvenær menn eiga afturkvæmt í samfélagið getur verið áhugaverð og jafnvel þörf.
En ég velti því fyrir mér afhverju var einungis einn viðmælandi í þessum Kveik þætti? Er Þórir mögulega eini maðurinn í þessari stöðu?
— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 2, 2021