fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Jóhann sendir frá sér yfirlýsingu vegna frétta um heimilisofbeldi og nauðgun – Segist ekki hafa vitað hvað stúlkan var gömul – „Ég get ekki breytt því liðna“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 19:42

Jóhann Rúnar Skúlason. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannlíf greindi frá því í október að hestaíþróttamaðurinn Jóhann Rúnar Skúlason hafi verið dæmdur bæði fyrir heimilisofbeldi og nauðgun á 13 ára stúlku. Í fréttum Mannlífs af málunum var því haldið fram að Jóhann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgunina en Jóhann segir það ekki vera satt í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér vegna fréttaflutningsins. Yfirlýsingin var birt á Hestafréttum.

„Það er rangt sem fram kemur í frétt Mannlífs að ég hafi með dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra verið sakfelldur fyrir nauðgun. Þvert á móti þá var ég sýknaður af nauðgun,“ segir Jóhann í yfirlýsingunni. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir.“

Í frétt Mannlífs var tekið fram að Jóhann hafi verið með ökklaband vegna heimilisofbeldisins, Jóhann segir það ekki hafa verið rétt. „Hvað varðar hin danska dóm frá 2016 þá er það rangt sem fram kemur í frétt Mannlífs að ég hafi verið með öklaband. Hið rétta er að ég var dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi og var skilorðið fólgið í því að ef ég gerðist ekki sekur um refsiverða háttsemi í 1 ár og sinnti samfélagsþjónustu í 60 klukkustundir þá kæmi dómurinn ekki til afplánunar. Ég stóð við þessi skilyrði. Því máli var því lokið 2017.“

Að lokum segir Jóhann í yfirlýsingunni að hann iðrist gjörða sinna og svo biðst hann afsökunar. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári