fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fresta birtingu Kennedyskjala

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 23:00

John F. Kennedy Bandaríkjaforseti 1961-1963.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningasmiðir og aðrir verða að bíða lengur eftir að bandarísk stjórnvöld opinberi skjöl um morðið á John F. Kennedy eftir að Joe Biden, forseti, tók þá ákvörðun að fresta birtingu þeirra.

Morðið er líklega ein stærsta morðgáta síðustu aldar og margir hafa mikinn áhuga á málinu. Til stóð að birta mörg þúsund skjöl um málið en það dregst á langinn. Biden segir frestunina til komna vegan tafa hjá bandaríska þjóðskjalasafninu sem á að fara yfir skjölin áður en þau verða gerð opinber.

Í tilkynningu frá Biden kemur fram að hann geti ekki leyft birtingu skjalanna núna því það geti skaðað her landsins og leyniþjónustustarfsemi og tengsl Bandaríkjanna við önnur ríki. Þetta sé svo mikilvægt að það upphefji rétt almennings til að sjá skjölin.

Kennedy var skotinn til bana í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Allt frá þeim tíma hefur morðið verið tilefni ótal samsæriskenninga, margar bækur hafa verið skrifaðar um það og kvikmyndir gerðar. En margir eru sannfærðir um að sannleikurinn hafi aldrei komið í ljós og efast um hina opinberu skýringu að það Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki. Hann var skotinn til bana af Jack Ruby, næturklúbbeiganda, skömmu eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Kennedy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin