fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hvar eru Voyager 1 og 2?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 22:00

Voyager 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1977 var geimförunum Voyager 1 og 2 skotið á loft með nokkurra vikna millibili. Síðan þá hafa þau verið á fleygiferð um himingeiminn og eflaust kemur það mörgum á óvart að þau séu enn á ferðinni 44 árum síðar. En hvar eru þau núna?

Geimförin eru einu manngerðu hlutirnir sem hafa farið út fyrir sólkerfið okkar en hvar eru þau? Hvert eru þau að fara? Höfum við lært eitthvað af ferð þeirra?

Nýlega var þessu svarað á vef Videnskab.dk. Fram kemur að mörg ár séu síðan bæði geimförin yfirgáfu sólkerfið. Voyager 1 varð fyrri til að yfirgefa það en það gerðist þann 25. ágúst 2012. Rúmlega sex árum síðar yfirgaf Voyager 2 síðan sólkerfið.

Samkvæmt upplýsingum frá Jet Propulsion Laboratory, sem er hluti af bandarísku geimferðastofnuninni NASA, þá er Voyager 1 nú í rúmlega 23 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni og færist fjær henni á ógnarhraða eða á rúmlega 61.000 km/klst. Voyager 2 er í rúmlega 19 milljarða kílómetra fjarlægð og er hraði þess 55.000 km/klst. Bæði geimförin eru komin út fyrir áhrifasvæði sólarinnar.

Mynd frá NASA af ferðalagi Voyager.

Ástæðan fyrir að við vitum hvar geimförin eru er að þau voru bæði með 10 mælitæki þegar þau voru send af stað. Fjögur þeirra virka enn á Voyager 1 og fimm á Voyager 2. Þessi mælitæki senda enn gögn til jarðarinnar og gera vísindamönnum kleift að rannsaka geimgeislun, rafagnir, segulsvið og plasmabylgjur. Langt er síðan slökkt var á myndavélum geimfaranna en það var gert því þau eru fyrir löngu komin á slóðir þar sem það þjónar engum tilgangi að taka myndir því það sést ekkert þar.

Bæði geimförin eru með rafhlöður, sem eru knúnar geislavirku efni sem mynda hita sem aftur myndar rafmagn, sem verða óvirkar með tímanum. Rafhlöðurnar hafa nú starfað í 44 ár en talið er þær geti enst í um fimm ár til viðbótar en tíminn gæti bæði verið lengri eða styttri. Deep Space Network er enn í sambandi við bæði geimförin en Deep Space Network er net þriggja stórra útvarpsloftneta. Þau eru staðsett í eyðimörk nærri bænum Barstow í Kaliforníu, um 60 kílómetra frá Madríd á Spáni og nærri Canberra í Ástralíu.

Upprunalega markmiðið með ferð þeirra var að rannsaka ystu plánetur sólkerfisins. Frá 1979 til 1989 var einstakt tækifæri til senda geimför framhjá Satúrnusi, Úranusi, Júpíter og Neptúnusi því staða þeirra í sólkerfinu var þannig að hægt var að nota þyngdarafl þeirra til senda geimför frá einni þeirra til þeirrar næstu til að spara eldsneyti. Þessi staða kemur upp með um 176 ára millibili og NASA nýtti sér hana.

Geimförin flugu framhjá plánetunum og sendu fjölda ljósmynda til jarðarinnar af þeim og tunglum þeirra. Þetta jók vitneskju okkar um þær til muna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn