fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Telja sig hafa fundið plánetu utan Vetrarbrautarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. nóvember 2021 15:30

M52. Mynd:NASA/CXC/M. Weiss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið plánetu utan Vetrarbrautarinnar sem við búum í. Ef rétt reynist þá er þetta fyrsta plánetan sem finnst utan Vetrarbrautarinnar.

Vísindamenn eru almennt mjög vissir um að plánetur sé að finna utan Vetrarbrautarinnar en enn sem komið eru það bara kenningar, það á eftir að sanna þær.

En nú hafa vísindamenn með aðstoð sérstakrar tækni borið kennsl á það sem þeir telja vera plánetu í vetrarbrautinni M51. Hún er í að minnsta kosti 28 milljóna ljósára fjarlægð frá Vetrabrautinni. Eitt ljósár er um 9,5 trilljónir kílómetra svo þetta er enginn smá spotti.

M51 og kassi utan um staðsetningu plánetunnar. Mynd:ESA

Við leit að plánetunni notuðu stjörnufræðingar bestu sjónauka bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og þeirrar evrópsku, ESA. Þeir mæla röntgengeisla úr geimnum og var leitin byggð á þeim. Sjónaukunum var beint að M51 vetrarbrautinni og fylgst með þegar magn röntgengeisla dróst mikið saman. Þá fór stjörnufræðingana að gruna að það gæti verið vegna plánetu. Kenningin gengur út á að hún hafi farið inn fyrir sjónarsvið sjónaukanna og þannig lokað á hluta geislanna.

Stjörnufræðingarnir telja sig vita að ef um plánetu er að ræða þá sé hún á stærð við Satúrnus. Hún er á braut um stjörnuna sína í 10 sinnum meiri fjarlægð en er á milli sólarinnar okkar og jarðarinnar. Það tekur hana 70 ár að fara einn hring um stjörnuna sína. Hún verður fyrir miklu magni röntgengeisla frá stjörnunni sinni og væri því óbyggileg fyrir okkur jarðarbúa.

Þar sem það tekur plánetuna 70 ár að fara einn hring um stjörnuna sína þá geta vísindamenn ekki gert nýjar rannsóknir, til að staðfesta tilvist hennar, á næstunni. Það verður að bíða í 70 ár. Þeir slá því ákveðnum varnagla við kenningu sinni og segja aðeins að ekki hafi fundist önnur skýring á þessu fyrirbæri.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Nature.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn