fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Gagnrýnir Kastljós fyrir drottningarviðtal við forstjóra Landsvirkjunar – „Þetta er gjaldþrota stefna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 16:00

Auður Anna Magnúsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir Kastljós fyrir meint drottningarviðtal við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, á dögunum en þar sagði Hörður að Ísland ætti stóra möguleika á því að verða fyrsta ríkið í heiminum til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Lagði hann áherslu á áframhaldandi nýtingu jarðvarmaorku hér á landi og að útflutningur á raforku í gegnum sæstreng væri möguleiki sem skynsamlegt væri að skoða.

Auður Anna Magnúsdóttir

Auður segir að þessi stefna sé ekki sjálfbær:

„Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu.“

Hún gagnrýnir Hörð fyrir að vilja grípa til skyndilausna á sviði orkumála og minnir á ófarir kílisversins á Bakka:

„Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna.“

Auður sakar Kastljós um að hleypa einhliða umræðu inn í þáttinn án gagnrýninna spurninga, í þessu tilviki.

Sjá grein Auðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”