fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433Sport

Hjartnæm kveðja frá bróður Emils: Fjölskyldan á leið til Noregs – „Ég elska þig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 09:00

Emil með fjölskyldu sinni Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Emils Pálssonar er á leið til Noregs til að styðja við drenginn sem nú dvelur á sjúkrahúsi í Noregi. Emil fór í hjartastopp í leik með Sogndal í næst efstu deild Noregs í gær.

Emil sem er 28 ára féll til jarðar í leik Sogndal og Stjordal í gær. Tólf mínútur voru liðnar af leiknum þegar Emil féll til jarðar en ekki hefur komið fram hversu langan tíma endurlífgun tók.

Í yfirlýsingu Sogndal kemur fram að Emil hafi farið í hjartastopp en endurlífgun bar árangur. Samkvæmt norskum miðlum var Emil með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland sjúkrahúsið. Líðan hans er sögð stöðug.

Stefán Pálsson bróðir Emil birti færslu á Twitter í gær sem VG í Noregi fjallar um. „Emil Pálsson ég elska þig sjáumst á morgun,“ skrifar Stefán á Twitter í gærkvöldi.

Kjetil Rekdal fyrrum landsliðsmaður Noregs í knattspyrnu og þjálfari Ham-Kam í dag skrifaði einnig. „Fótbolti er ekki mikilægur í kvöld, krossa finur og tær fyrir Emil Pálsson. Vona að þetta hafist,“ skrifar Rekdal.

Eins og fyrr segir er Emil 28 ára gamall en hann á að baki einn A-landsleik fyrir Ísland. Hann lék með FH áður en hélt í atvinnumennsku árið 2017.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Emil Pálsson (@emilpals)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum

Var erfitt að vinna með Guardiola – Slakur í mannlegum samskiptum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“

,,Stundum vaknaði ég og vildi gefast upp“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal

Er að fá verulega launahækkun hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United

Real Madrid telur sig í góðri stöðu þrátt fyrir áhuga United
433Sport
Í gær

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað

Víkingur gerði rausnarlegt tilboð í Gylfa Þór sem var hafnað
433Sport
Í gær

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“
433Sport
Í gær

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
433Sport
Í gær

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val

Breiðablik borgar um 15 milljónir fyrir Óla Val