Fjölskylda Emils Pálssonar er á leið til Noregs til að styðja við drenginn sem nú dvelur á sjúkrahúsi í Noregi. Emil fór í hjartastopp í leik með Sogndal í næst efstu deild Noregs í gær.
Emil sem er 28 ára féll til jarðar í leik Sogndal og Stjordal í gær. Tólf mínútur voru liðnar af leiknum þegar Emil féll til jarðar en ekki hefur komið fram hversu langan tíma endurlífgun tók.
Í yfirlýsingu Sogndal kemur fram að Emil hafi farið í hjartastopp en endurlífgun bar árangur. Samkvæmt norskum miðlum var Emil með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu á Haukeland sjúkrahúsið. Líðan hans er sögð stöðug.
Stefán Pálsson bróðir Emil birti færslu á Twitter í gær sem VG í Noregi fjallar um. „Emil Pálsson ég elska þig sjáumst á morgun,“ skrifar Stefán á Twitter í gærkvöldi.
@EmilPals ég elska þig sjáumst á morgun ❤️❤️❤️❤️ pic.twitter.com/mbmODD8oho
— Stefán Pálsson (@stebbipals) November 1, 2021
Kjetil Rekdal fyrrum landsliðsmaður Noregs í knattspyrnu og þjálfari Ham-Kam í dag skrifaði einnig. „Fótbolti er ekki mikilægur í kvöld, krossa finur og tær fyrir Emil Pálsson. Vona að þetta hafist,“ skrifar Rekdal.
Fotball er ikke viktig i kveld, krysser fingrer og tær for Emil Palsson, håper det går bra.
— Kjetil Rekdal (@RekdalKjetil) November 1, 2021
Eins og fyrr segir er Emil 28 ára gamall en hann á að baki einn A-landsleik fyrir Ísland. Hann lék með FH áður en hélt í atvinnumennsku árið 2017.
View this post on Instagram