fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ótrúlegt mál – Húsinu hans var stolið og það selt á meðan hann var að heiman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 06:58

Frá Englandi. Mynd:GoogleMaps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Bretanum Mike Hall hafi brugðið illa í brún þegar nágranni hans hringdi í hann dag einn í ágúst. hann flutti Hall ekki nein gleðitíðindi því hann sagði honum að búið væri að selja húsið hans í Luton. Það eitt og sér er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Hall hafði alls ekki sett húsið á sölu.

BBC skýrir frá þessu. Hall starfar sem prestur í norðurhluta Wales, í um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Luton. Það er því ekki óalgengt að hann sé fjarverandi frá Luton um langa hríð.

Hall flýtti sér heim og við heimkomuna komst hann ekki inn í húsið. Það var búið að skipta um skrá. Húsið var tómt og hann hitti mann sem hafði verið ráðinn til að taka lóðina í gegn. Þegar þarna var komið við sögu hafði Hall fengið nóg og hringdi í lögregluna.

Skömmu síðar kom iðnaðarmaðurinn aftur og nú var faðir „nýja húseigandans“ með í för. Hann sagði Hall að sonur hans hefði keypt húsið í júlí. Hann gat framvísað skjölum sem virtust vera í lagi og því komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að hún gæti ekki gert meira fyrir Hall að sinni.

Fréttamenn BBC hafa skoðað málið og komist að þeirri niðurstöðu að húsið hafi verið selt án samþykkis Hall. Þeir telja að persónuupplýsingum hans hafi verið stolið og notaðar til að selja húsið. Seljandinn gaf sig að minnsta kosti út fyrir að vera Mike Hall og húsið var selt og gengið frá tilheyrandi pappírsvinnu.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og fasteignasalinn hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. BBC segir að húsið hafi verið selt fyrir sem svarar til um 25 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga