Emil Pálsson, íslenskur knattspyrnumaður sem spilar fyrir Sogndal í Noregi hrundi niður á vellinum í leik Sogndals gegn Stjørdals í norsku B-deildinni í knattspyrnu á Fosshaugen-vellinum í dag. þegar aðeins voru liðnar 12 mínútur af leiktíma. Frá þessu greina norskir miðlar.
Að sögn norskra miðla var sjúkraþyrla kallaður til og voru aðstæður afar dramatískar.
Emil hlaut fyrstuhjálp á vettvangi og var að sögn með meðvitund þegar hann var fluttur af vettvangi með þyrlu. Að líkindum verður hann fluttur á sjúkrahúsið í Haukeland.
Emil hneig niður eftir aðeins 12 mínútur af leiktíma og var leikur stöðvaður. Emil var á vellinum í um tíu mínútur áður en hann var fluttur af vettvangi. Reyndu þeir hvað þeir gátu að skýla Emil frá myndavélum. Útsendingu frá leiknum var fljótt hætt og áður en það var gert höfðu myndatökumenn gætt þess að færa vélar sínar frá Emil.
Aðdáendur voru beðnir um að yfirgefa stúku og héldu aðrir leikmenn rakleiðis í búningsklefa og leikurinn blásinn af.
Ekki er vitað með líðan Emils að svo stöddu en hafa fjölmargir sent honum stuðning í gegnum samfélagsmiðla.
Uppfært: 18:25 – Upprunalega stóð að Emil hafi verið fluttur með sjúkrabíl en hið rétt er að hann var fluttur með sjúkraflugi. Fréttin hefur verið leiðrétt.
Emil Pálsson ❤️🙏🏼
— Gummi Ben (@GummiBen) November 1, 2021
Emil Pálsson❤️❤️
— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) November 1, 2021
Horrible scenes at Sogndal this evening in the OBOS Ligaen. Our prayers with Emil Palsson https://t.co/2ZCZf9ytts
— InplayMan™ 💜 (@InplayMan) November 1, 2021
Hele Fuglafamilien krysser fingrene for at det går bra med deg, Emil Pálsson. 💛🖤
— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2021
Emil Pálsson ❤️🙏
— Sportsklubben Brann (@skbrann) November 1, 2021
🙏🏻 Emil Pálsson❤️
— Odds Ballklubb (@oddsbk) November 1, 2021