fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

„Slík­ar ásak­an­ir frá lög­mönn­um og starfs­fólki miðstöðva fyr­ir þolend­ur kyn­ferðis­brota ber að taka al­var­lega“

Eyjan
Mánudaginn 1. nóvember 2021 09:58

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að ásakanir um að þjóðfélagsstaða þolenda og geranda hafi áhrif á meðferð kynferðisbrota hjá lögreglu og dómstólum verði teknar til alvarlegrar skoðunar innan lögreglunnar.

Þetta kemur fram í pistli sem Áslaug birti í Morgunblaðinu í dag og á Facebook-síðu sinni.

Áslaug segir að miklum fjármunum hafi verið varið í að bæta málsmeðferð og verklag hjá lögreglu í þessum málaflokki og því séu þessar ásakanir, sem reifaðar hafa verið í fréttum undanfarið, mikil vonbrigði. Áslaug rekur þær umbætur sem gerðar hafa verið í málaflokknum frá árinu 2018:

„Allt frá ár­inu 2018 hef­ur verið unnið eft­ir sér­stakri aðgerðaáætl­un í rétt­ar­vörslu­kerf­inu í mál­um er varða kyn­bundið of­beldi. Mikl­um fjár­mun­um hef­ur verið ráðstafað til að bæta málsmeðferð, efla ra­f­rænt gagnaflæði og upp­færa rann­sókn­ar­búnað og verklag hjá lög­reglu. Lög­reglu­mönn­um hef­ur verið fjölgað í kyn­ferðis­brota­deild­um, upp­lýs­inga­gjöf til brotaþola hef­ur verið bætt, per­sónu­legra viðmót hef­ur verið inn­leitt og kær­end­um boðið upp á sál­fræðimeðferð fyr­ir og eft­ir skýrslu­töku. Þá hef­ur þjálf­un lög­reglu­manna verið auk­in, bæði þegar kem­ur að kyn­ferðis- og heim­il­isof­beldi.

Sam­hliða hef­ur verið unnið að end­ur­skoðun laga­ákvæða er varða slík af­brot. Í fe­brú­ar voru t.d samþykkt lög um kyn­ferðis­lega friðhelgi ann­ars veg­ar og um umsát­ur­seinelti hins veg­ar. Þá hafa verið lögð fram frum­vörp sem veita brotaþolum auk­inn aðgang að upp­lýs­ing­um og gögn­um og til að taka harðar á brot­um gegn börn­um. Þau ná von­andi fram að ganga á nýju þingi. Í dóms­málaráðuneyt­inu er einnig verið að vinna að út­færslu hug­mynda um stytt­ingu málsmeðferðar­tíma í saka­mál­um.

Allt er þetta mik­il­vægt og til þess fallið að bæta stöðu þolenda án þess að það komi niður á rétt­ar­stöðu þeirra sem grunaðir eru um of­beldi.“

Áslaug segir að eftir þessa vinnu séu það mikil vonbrigði að fram komi ásakanir um að atriði á borð við þjóðerni og geðheilsu hafi áhrif á það hvort þolendum sé trúað, sem og að langur rannsóknartími leiði stundum til þess að gerendur fái mikinn afslátt af refsingu. Slíkar ásakanir beri að taka alvarlega:

„Ég hef óskað eft­ir því við rík­is­lög­reglu­stjóra að þetta verði tekið til al­var­legr­ar skoðunar inn­an lög­regl­unn­ar. Mik­il­vægt er að bregðast mál­efna­lega við allri gagn­rýni og veita traust­vekj­andi svör við áleitn­um spurn­ing­um. Eru brögð að því að lög­reglu­menn fari í mann­greinarálit við rann­sókn­ir kyn­ferðis­brota? Hvernig verður best tryggt að þolend­um sé ávallt sýnd til­hlýðileg nær­gætni og virðing? Þolend­ur verða að geta treyst lög­regl­unni. Orð og efnd­ir verða að fylgj­ast að í þess­um efn­um rétt eins og öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar

Dagur segir freistingar hjá stjórnmálafólki að breikka gjá milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum