fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins með kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 08:00

Jen Psaki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindist með kórónuveiruna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni. Einnig kemur fram að hún hafi síðast hitt Joe Biden, forseta, á þriðjudaginn og að þá hafi verið meira en 1,8 metrar á milli þeirra og að bæði hafi þau notað andlitsgrímur. Auk þess voru þau utandyra.

Ónafngreindur heimildarmaður sagði að Biden hafi farið í sýnatöku í gær og hafi niðurstaða hennar verið neikvæð.

Psaki, sem er 42 ára, er bólusett gegn kórónuveirunni og segist finna fyrir vægum einkennum COVID-19. Hún sagðist skýra frá smitinu í ljósi gagnsæis.

Hún smitaðist af fjölskyldumeðlimi en á miðvikudaginn var tilkynnt að hún færi ekki með Biden á COP26 loftslagsráðstefnuna í Glasgow vegna veikinda heima fyrir. Psaki fór í sýnatöku á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag og var niðurstaðan úr þeim öllum neikvæð. En í gær kom svo í ljós að hún er smituð. Hún er hæst setta manneskjan í stjórn Biden sem hefur smitast af veirunni frá því að stjórn Biden tók við völdum í janúar. Hún hefur verið í einangrun síðan á miðvikudaginn.

Fyrr á árinu skýrði Psaki frá því að Biden, sem hefur lokið bólusetningu og fengið örvunarskammt, fari í sýnatöku aðra hverja viku að ráði læknis síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift