fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Rússnesk yfirvöld breyta um taktík við að fá fólk til að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 08:00

Rússneskur vísindamaður með Sputnik V bóluefnið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn greindust rúmlega 40.000 Rússar með kórónuveiruna og var þetta í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn skall á sem meira en 40.000 smit greindust á einum sólarhring. Þennan sama dag voru rúmlega 1.100 andlát af völdum COVID-19 skráð og höfðu þá aldrei verið fleiri að sögn rússneskra fjölmiðla. Ein helsta ástæðan fyrir þessum skelfilegu tölum er að aðeins um 35% landsmanna hafa verið bólusettir gegn veirunni.

Skoðanakannanir sýna að 50 til 60% landsmanna hafa ekki í hyggju að láta bólusetja sig. Sjúkrahúsin eru undir miklu álagi vegna fjölda óbólusettra sem smitast af veirunni og verða mjög veikir og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Ríkisfjölmiðlar skýra sífellt oftar frá því að sjúkrahús séu orðin yfirfull af COVID-19-sjúklingum og á það bæði við um í stóru borgunum og minni borgum og bæjum. Flestir þeirra, sem eru lagðir inn, eru óbólusettir.

Hið alvarlega ástand hefur nú orðið til þess að rússneskir fjölmiðlar fjalla á annan hátt um faraldurinn en fram að þessu. Áður höfðu yfirvöld dregið upp þá mynd að þau hefðu góða stjórn á faraldrinum en nú leggja fjölmiðlar og fleiri mikla áherslu á að staðan sé mjög alvarleg. Almenningi er sagt berum orðum að það sé mjög óábyrgt að láta ekki bólusetja sig og bent er á að besta leiðin til að bjarga mannslífum sé að láta bólusetja sig.

Í rússneskum fjölmiðlum er einnig rætt um hvort rétt sé að reyna að hræða fólk til að láta bólusetja sig eða hvort betra sé að beina áherslunum að kostunum við bóluefnin.

Fjölmiðlar hafa einnig fjallað um efasemdir landsmanna í garð bóluefnanna og upptökur, úr eftirlitsmyndavélum, hafa verið gerðar opinberar en á þeim sést heilbrigðisstarfsfólk taka við mútum gegn því að láta sem það bólusetji fólk. Bóluefninu er sprautað í vaskinn eða fer beint í ruslatunnuna. Þeir sem greiða fyrir þetta fá hins vegar útgefið bólusetningarvottorð sem er skráð í opinberar skrá.

Vladímír Pútín, forseti, segist ekki skilja þessa andstöðu við bóluefnin og hefur margoft hvatt landsmenn til að láta bólusetja sig en hann var sjálfur bólusettur með Sputnik V bóluefninu. En hvatning hans virðist ekki hafa sérstaklega mikil áhrif. „Þetta er undarlegt, þessi andstaða er einnig hjá vel menntuðu fólki. Ég skil ekki hvað er í gangi, við erum með traust og áhrifaríkt bóluefni,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann