fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fresturinn rann út á föstudaginn – Einn af hverjum sex hefur ekki enn látið bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. nóvember 2021 06:59

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 20 á föstudaginn rann út frestur sem borgaryfirvöld í New York höfðu gefið starfsmönnum borgarinnar til að sýna fram á að þeir væru búnir að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Samkvæmt því sem borgaryfirvöld segja þá hafði einn af hverjum sex borgarstarfsmönnum ekki látið bólusetja sig áður en fresturinn rann út.

Samkvæmt frétt The Guardian þá kom mikill kippur í bólusetningarnar rétt áður en fresturinn rann út og það þrátt fyrir að hægrisinnaðir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafi rekið harðan áróður gegn kröfunni og mótmælt hafi verið í ráðhúsinu. Á föstudaginn var bólusetningarhlutfallið komið í 83% hjá lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum, sorphirðumönnum og öðrum borgarstarfsmönnum sem fyrirmælin ná til. Daginn áður var hlutfallið 76%.

Þeir borgarstarfsmenn, sem ekki hafa enn látið bólusetja sig, verða sendir í launalaust leyfi frá og með deginum í dag. Þetta mun væntanlega hafa í för með sér að loka verður nokkrum slökkvistöðvum, lögreglustöðvum og draga úr sjúkraflutningum. Einnig má búast við að sorphirða fari úr skorðum og sorp fari að safnast fyrir í borginni.

Mikill kippur kom í bólusetningar slökkviliðsmanna og sorphirðumanna á föstudaginn þegar þeir reyndu að ná bólusetningu áður en fresturinn rann út. Sem auka hvatningu fengu þeir 500 dollara ef þeir létu bólusetja sig fyrir klukkan 20. Hlutfall bólusettra slökkviliðsmanna hækkaði um 8% og hjá hreinsunardeildinni hækkaði það um 10%. Hjá bæði slökkviliðinu og hreinsunardeildinni eru 23% starfsmanna enn óbólusettir. Hjá lögreglunni bættust 5% í hóp bólusettra á föstudaginn en nú eru 16% starfsmanna lögreglunnar óbólusettir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið