fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Soffía hjúkrunarfræðingur ósátt með lýsingu forstjórans – Ekki „lúin“ heldur dauðuppgefin – „Er þetta eðlilegt ástand?“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. október 2021 12:00

Soffía Steingrímsdóttir er ekki sátt með orðaval forstjórans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingurinn Soffía Steingrímsdóttir hefur unnið á bráðamóttöku Landspítalans síðastliðin 6 ár. Soffía er ósátt með lýsingu Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, starfandi forstjóra spítalans, á framlínustarfsfólki spítalans en hún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsfólkið væri „lúið“.

Soffía birti færslu á Facebook-síðu vegna málsins en færslan hefur vakið töluverða athygli. Þar lýsir hún ástandinu á spítalanum og nefnir máli sínu til stuðnings að hún hafi unnið á bráðamóttöku í borgum sem telja mun fleiri íbúa en Reykjavík. Þar var ástandið mun betra enda voru aðstæðurnar öðruvísi, þar var til að mynda ekki veirð að reka fleiri legudeildir til viðbótar við bráðamóttökuna.

„Álagið hefur vaxið. Kannski vegna öldrun þjóðar, fjölgun ferðamanna eða af einhverjum öðrum ástæðum? Ekki gleyma að hjartagátt var flutt yfir á bráðamóttöku og við tökum á móti þeim sjúklingum líka. Og kæru landar, alls ekki fara í geðrof eða fá sjálfsvígshugsanir efir kl 17 því þá er búið að loka geðdeild. Allir sem eru í bráðum vanda vegna áfengis og lyfja koma til okkar… allir sem eru beittir ofbeldi og vilja aðstoð koma til okkar. Og við vísum engum frá sem þarf á aðstoð að halda.

Hvernig eigum við að hugsa um allt þetta fólk við þessar aðstæður? Sjúklingar liggja á gluggalausum herbergjum ef þeir eru svo heppnir að fá herbergi, annars liggja þeir á göngunum. Dynjandi bjallan hringir látlaust sem við starfsfólk höfum ekki undan að svara …er þetta eðlilegt ástand? Ég hef unnið í milljónaborgum á bráðamóttöku við dálítið aðrar aðstæður þar sem við vorum ekki að reka 1-2 legudeildir til viðbótar. Þar var hægt að sinna starfi sínu.

Í smáborginni Reykjavík er ekki hægt að sinna fólki á bráðamóttöku svo vel sé.

Ég veit ekki hvað þarf að gerast svo einhver heyri og skilji það sem við erum að reyna að greina frá. En já …það má kalla það svo að við séum „lúin“…“

DV ræddi við Soffíu um málið. „Við vorum ekkert æðislega hrifin af því að hún notaði orðið „lúin“, við erum bara dauðuppgefin. Við erum búin að vera að hlaupa í mörg ár þarna og vekja athygli á ástandinu og það eru allir bara orðnir dauðuppgefnir. Það að nota orðið „lúin“ var kannski ekki alveg það heppilegasta,“ segir hún.

Þá segir Soffía að hún sé alls ekki eini hjúkrunarfræðingurinn sem hneykslaðist á þessari orðanotkun starfandi forstjórans „Hjúkrunarfræðingarnir á deildinni eru ekki hrifnir af þessu, það er ekki bara ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð