fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Nýja Vínbúðin tekur forskot á sæluna með jólabjór og býður upp á hraðsendingu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. október 2021 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja Vínbúðin býður nú upp á fjölbreytt úrval af jólabjór í netverslun sinni. Að sögn fyrirtækisins er enn tæp vika í að hægt verði að versla jólabjór í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og því býður Nýja Vínbúðin unnendum jólabjórs að taka forskot á sæluna.

Þá hefur Nýja Vinbúðin einnig bætt við þjónustu sína og býður nú upp á hraðsendingar. Vörur berast
þannig innan tveggja klukkutíma til þeirra sem panta frá kl. 12-20 á virkum dögum og á milli kl. 12-18 um helgar. Slíkt fyrirkomulag í áfengisverslun er nýjung á Íslandi en hefur nú verið nýtt bæði af fyrirtækjum og einstaklingum.

Nýja Vínbúðin er bresk vefverslun með höfuðstöðvar í Englandi en vöruhús verslunarinnar er innan
evrópska efnahagssvæðisins. Í samræmi við lög eru vörur Nýju Vínbúðarinnar eingöngu afhentar þeim
sem náð hafa aldri til að kaupa áfengi.

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar, segir:
„Fólk bíður með eftirvæntingu eftir jólabjórnum á hverju ári. Hægt er að nálgast jólabjór víða
erlendis og því teljum við ótækt að íslenskir neytendur þurfi að bíða eftir því hvenær Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins heimili fólki að versla hann. Viðbrögðin síðustu daga hafa verið mikil og ljóst
að bæði fyrirtæki og einstaklingar kunna að meta nútímalega og bætta þjónustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi