fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Aðstandendur deyjandi ástvina höfðu hafnað því að gefa Guðmundi Felix handleggi: „Maður skilur svo sem að það sé erfitt, á versta degi lífs þíns“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. október 2021 09:25

Guðmundur Felix Grétarson Mynd: Brynjar Snær Þrastarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yngri stelpan mín sem var þriggja mánaða þegar ég missti hendurnar og er í dag 24 ára kom í heimsókn um daginn með dætur sínar tvær. Það var notalegt knús get ég sagt þér,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk þá að faðma dóttur sína í fyrsta sinn frá slysi. Hann er í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag af því tilefni að ævisaga hans er að koma út – 11.000 volt: Þroskasaga Guðmundar Felix sem blaðamaðurinn Erla Hlynsdóttir skrifar.

Hann segir í samtali við Fréttablaðið að það sé sérstök tilfinning að ævi hans birtist nú á prenti en hann haldi þar engu undan. „Maður er bæði kvíðinn og spenntur. Ég tók þann pólinn í hæðina að vera ekki að velja bara þá hluta sögunnar sem láta mig líta vel út. Það gefur ekki rétta mynd af stöðunni. Ég hef ekki alltaf verið til fyrirmyndar,“ segir hann.

Níu mánuðir eru síðan hann gekkst undir tímamótaaðgerð, sá fyrstu sinnar tegundar í heiminum, þar sem hann fékk ágrædda báða handleggi við axlarlið. Endurhæfingin hefur gengið vonum framar og er hann þegar farinn að geta hreyft fingur annarrar handar, nokkuð sem ekki var reiknað með að hann gæti gert fyrr en tveimur árum frá aðgerð.

Guðmundur segist í samtali við Fréttablaðið lltaf hafa verið viss um að aðgerðin væri þess virði jafnvel þó hún fæli í sér áhættu og hann væri í raun að hætta lífi sínu.

„Ég hef aldrei efast um það eða viljað bakka. Meira að segja var fólk í kringum mig farið að minnast á það hvort ekki væri bara komið gott. Þegar árin liðu og ég var alltaf að bíða eins og fáviti. En ég vissi alltaf að það kæmi að þessu. Það höfðu komið upp hugsanlegir gjafar en þá höfðu aðstandendur þeirra alltaf sagt nei.

Maður skilur svo sem að það sé erfitt, á versta degi lífs þíns, þegar þú ert að missa son þinn eða maka að fá spurningu um hvort brytja megi af honum handleggina. Þó maður væri auðvitað svekktur – skildi maður þetta alltaf.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi