Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að vanda. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt stöðvaði ökumaður bifreiðar ekki, þrátt fyrir leiðbeiningar lögreglu þess efnis, í hverfi 110. Þá hófst eftirför lögreglu þar sem ökumaður flúði og ók á yfir 160 km hraða á klukkustund, þar á meðal ítrekað á móti umferð. Hann stöðvar á endanum bílinn og náði að hlaupa af vettvangi en lögreglan telur sig þekkja ökumanninn.
Hér er annars það sem lögregla skrifar í dagbók sína eftir nóttina:
Stöð 1 Austurbær-Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes
17:33 Bifreið stöðvuð í hverfi 104. Ökumaðurinn reyndist vera án réttinda þ.e. ekki með gild ökuréttindi.
21:10 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn reyndist vera án réttinda þ.e. sviptur ökuréttindum. Ítrekað brot.
21:58 Bifreið stöðvuð i hverfi 108 þar sem ökumaðurinn var að nota farsíma sinn í akstri. Skýrsla rituð.
22:09 Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 114 / 80 km/klst. Kringlumýrarbraut hverfi 105. Ökumaðurinn viðurkenndi brotið og var vettvangsskýrsla rituð.
00:47 Bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu 117/ 80 km/klst. Kringlumýrarbraut hverfi 105. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Laus að lokinni sýnatöku.
03:01 Bifreið stöðvuð í hverfi 101. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis + fíkniefna og var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis.
04:04 Bifreið stöðvuð í hverfi 101 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbeltið. Ökumaðurinn reyndist vera án ökuréttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Ökumaðurinn hafði engin skilríki meðferðis og var hann því færður á lögreglustöð til að staðfesta hver hann væri.
Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
23:34 Bifreið stöðvuð í hverfi 220. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.
02:11 Bifreið stöðvuð í hverfi 201. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.
01:55 Bifreið stöðvuð í hverfi 112. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
03:01 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.