Vilhjálmur Þór Svansson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Vilhjálmur hafði áður verið hjá Arionbanka frá 2011.
Vilhjálmur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er með réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdóm, með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur okið CIPP/E vottun sem er staðfesting á sérfræðiþekkingu á persónuverndarreglugerð.
Vilhjálmur hefur starfað með starfshópi Samtaka fjármálafyrirtækja vegna vinnu við frumvarp til laga um upplýsingar um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum og hefur átti sæti í faghóp Stjórnvísi um persónuvernd.
„Við bjóðum Vilhjálm Þór hjartanlega velkominn til starfa og fögnum því mjög að fá hann til liðs við okkur. Vilhjálmur býr yfir yfirgripsmikilli reynslu á sviði verkefnastjórnunar, lögfræðiráðgjafar og persónuverndar, reynslu sem mun nýtast Creditinfo vel,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo í tilkynningu.
„Persónuvernd er grunnþáttur í starfsemi Creditinfo og ég hlakka mjög til þess að taka til starfa hjá Creditinfo þar sem reynsla mín og sérþekking kemur til með að nýtast vel,“ segir Vilhjálmur Þór.