fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Vilhjálmur Þór til Creditinfo

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. október 2021 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þór Svansson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og lögfræðisviðs Creditinfo á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Vilhjálmur hafði áður verið hjá Arionbanka frá 2011.

Vilhjálmur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er með réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdóm, með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur okið CIPP/E vottun sem er staðfesting á sérfræðiþekkingu á persónuverndarreglugerð.

Vilhjálmur hefur starfað með starfshópi Samtaka fjármálafyrirtækja vegna vinnu við frumvarp til laga um upplýsingar um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum og hefur átti sæti í faghóp Stjórnvísi um persónuvernd.

„Við bjóðum Vilhjálm Þór hjartanlega velkominn til starfa og fögnum því mjög að fá hann til liðs við okkur. Vilhjálmur býr yfir yfirgripsmikilli reynslu á sviði verkefnastjórnunar, lögfræðiráðgjafar og persónuverndar, reynslu sem mun nýtast Creditinfo vel,“ segir Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo í tilkynningu.

„Persónuvernd er grunnþáttur í starfsemi Creditinfo og ég hlakka mjög til þess að taka til starfa hjá Creditinfo þar sem reynsla mín og sérþekking kemur til með að nýtast vel,“ segir Vilhjálmur Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg