fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

66 ára þýskur karlmaður er nú fyrir rétti í Þýskalandi ákærður fyrir morð og að hafa vanað nokkra karlmenn með því að framkvæma ólöglegar aðgerðir á kynfærum þeirra. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði gert þetta að beiðni mannanna. Aðgerðirnar gerði hann á eldhúsborðinu heima hjá sér.

Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði gert þetta að beiðni mannanna. Hann sagðist hafa auglýst þessa „þjónustu“ sína á vefsíðu sem sadó-masókistar nota mikið. Þetta hafi hann gert til að geta greitt niður skuldir sínar.

Hann byrjaði síðan að gera aðgerðir af þessu tagi á eldhúsborðinu heima hjá sér í bænum Markt Schwaben. Hann sagði fórnarlömbunum að hann væri menntaður læknir.

Maðurinn sagði dómaranum að hann hefði vanað eða fjarlægt hluta af kynfærum átta karla frá því í júlí 2018 þar til í mars 2020. Hann neitaði að bera ábyrgð á dauða eins manns sem lést nokkrum dögum eftir „aðgerð“. Lögreglan fann lík mannsins í kassa þremur vikum eftir „aðgerðina“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn