fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Búast við sextíu Afgönum til landsins á næstunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 09:00

Afgönsk börn í flóttamannabúðum sækja sér vatn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur hefur verið gerður á milli Félagsmálaráðuneytisins og Rauða krossins um að Rauði krossinn muni aðstoða þá Afgani, sem búa hér á landi, við að fá fjölskyldu sína til landsins. Ráðuneytið mun fjármagna stöðugildi þeirra sem munu aðstoða við útfyllingu umsókna um fjölskyldusameininga en það er talsvert flókið ferli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs, að hann fagni þessum samningi. „Það skiptir miklu máli að halda vel utan um þetta. Við munum vinna þetta með stjórnvöldum og þeim Afgönum sem um ræðir þannig að hægt verði að tryggja sem skjótasta og réttlátasta málsmeðferð við þessar umsóknir,“ sagði hann og bætti við að í framhaldinu verði hægt að koma ættingjum til Íslands en þeir búa við erfiðar og jafnvel lífshættulegar aðstæður í Afganistan.

Stjórnvöld hafa verið í sambandi við 25 til 30 manns sem eru staddir í Afganistan. Á næstunni koma um 30 Afganar hingað til lands en þeir falla undir þá hópa sem stjórnvöld ákváðu að aðstoða sérstaklega. Heildarfjöldi Afgananna er því um 60 en ekki 90 eins og kom fram í minnisblaði forsætisráðuneytisins í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“