fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Viltu breyta til? Bjóða ókeypis byggingarlóðir handa aðfluttum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. október 2021 06:04

Quilpie. Mynd:Quilpie Shire Council

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu orðin þreytt(ur) á ástandinu hér á klakanum? Veðrið, efnahagsmálin, stjórnmálin, jarðhræringar,  talningarmálið í Norðvesturkjördæmi eða dýrtíðin? Þá er kannski tækifæri fyrir þig til að flytja og takast á við lífið á nýjum stað. Í boði er ókeypis byggingarlóð og góðir nágrannar, að því að sagt er!

En til að geta nýtt þér þetta tilboð þarftu að leggja land undir fót og flytja alla leið til Ástralíu. Nánar tiltekið til bæjarins Quilpie. Bæjaryfirvöld þar bjóða nú upp á ókeypis byggingarlóðir fyrir þá sem vilja flytja til bæjarins. Mikill áhugi hefur verið á þessu tilboði síðan það var kynnt fyrir um þremur vikum og margir hafa haft samband við bæjaryfirvöld að sögn New York Times.

Eflaust hafa ekki margir heyrt um Quilpie og kannski ekki furða því þetta er lítill bær sem er eiginlega staðsettur í óbyggðum Ástralíu. Það er um tíu klukkustunda akstur til næsta bæjar og hitinn getur farið upp í 45 gráður.

Svona tæknilega séð eru lóðirnar ekki alveg ókeypis því það þarf að greiða sem svarar til um 1,2 milljónum íslenskra króna fyrir hverja lóð sem er 1.000 fermetrar. En ef kaupandinn byggir hús á lóðinni og býr í því í sex mánuði hið minnsta þá fær hann endurgreiðslu frá bæjaryfirvöldum upp á þá upphæð sem var greidd fyrir lóðina. Þannig verður lóðin í raun ókeypis.

Það er svo sem ekki ný hugmynd að reyna að laða nýtt fólk að með tilboði á við þetta því nokkrir ítalskir bæir hafa beitt svipuðum aðferðum á síðustu árum, lofað fólki háum greiðslum fyrir að flytja til bæjanna og setjast að.

Um 800 manns búa í Quulpie. Vonast bæjaryfirvöld til að „selja“ fimm lóðir með þessum hætti og benda á að ef það takist og fimm fjölskyldur flytji til bæjarins þá verði það sannkölluð „mannfjöldasprenging“ fyrir þennan litla bæ.

Í bænum eru tvær matvöruverslanir, tveir skólar, slátrari, bakari, hárgreiðslustofur, sjoppur og líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn. Að auki er almenningssundlaug sem ekkert kostar að nota. Það vantar fólk til ýmissa starfa í bænum, þar á meðal kennara, leikskólakennara og heilbrigðisstarfsfólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð