fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Trausti um óhugnanlega orðróminn: „Þetta var úti um allt“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 28. október 2021 16:30

Trausti var veðurfréttamaður á RÚV, hérna sést hann á 25 ára afmæli sjónvarpsins - Mynd: GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurfræðingurinn Trausti Jónsson er gestur Sigmundar Ernis í þættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld. Í þættinum ræðir Trausti meðal annars um það þegar óhugnanleg flökkusaga um snemmbúið andlát hans gekk á milli landsmanna.

Þegar Trausti hætti sem veðurfréttamaður á RÚV fór flökkusagan um andlátið af stað. Trausti segir í þættinum að kjaftasögur í íslensku samfélagi séu magnaðar og að í þessu tilfelli hafi einhver misskilningur orðið einhvers staðar til.

„Það var svo skrítið, ég vissi eigin­lega af þessu fyrir fram, þetta var lengi að gerast,“ segir Trausti en honum fannst dularfullt og óþæginlegt að vita af þessum orðróm áður en hann fór á fullt flug. „Þetta var náttúru­lega af­skap­lega ó­þægi­legt, því þetta gæti auðvitað hafa verið satt.“

Trausti hafði þó ekki miklar áhyggjur af því að orðrómurinn myndi rætast. „Nei, nei. En maður veit það ekki í raun og veru. Maður veit ekkert hvernig er að deyja. Það getur vel verið að það gerist svona.“

„Þetta var úti um allt“

Það var þó ekki bara Trausti sem frétti af þessum orðróm, fjölskyldan hans heyrði líka af honum. „Það vildi svo til að systir mín – hún náttúru­lega vissi að þetta var ekki satt – fór með dóttur sína til tann­læknis í Reykja­vík þennan dag og á leiðinni segir hún dóttur sinni að hún skuli ekki hrökkva við þó að hún heyri talað um þetta á tann­lækna­stofunni,“ segir Trausti.

Þegar á tannlæknastofuna var komið gerðist það svo að mæðgurnar heyrðu talað um orðróminn. „Þetta var úti um allt.“

Nafnið möguleg ástæða fyrir orðróminum

Trausti telur að ein ástæðan fyrir orðróminum hafi verið að alnafni hans var á þessum tíma á Landspítalanum og átti við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða. Traustarnir tveir áttu báðir heima á Skúlagötu en á mismunandi stöðum.

„Hann dó reyndar ekki fyrr en síðar. Það var eigin­lega ó­þægi­legra að heyra hans dánar­til­kynningu. Ég var þá með lög­heimili á Skúla­götu í Borgar­nesi og hann á Skúla­götu í Reykja­vík.“

Mannamál eru á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 19:00. Þátturinn verður endursýndur klukkan 21:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar