fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sigmundur Ernir um hópnauðganir: „Óbærilegur hryllingur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. október 2021 13:30

Sigmundur Ernir. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, gerir hópnauðganir að umtalsefni í leiðara blaðsins í dag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að það sem af er ári hafa nítján einstaklingar leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgunar þar sem tveir eða fleiri hafa verið að verki. Þetta eru mun fleiri tilvik en á síðasta ári og miklu fleiri en árið þar á undan

„Ómögulegt er að setja sig í spor ungra stúlkna sem verða fyrir hópnauðgun, þótt hægt sé að gera sér í hugarlund þann óbærilega hrylling sem marka mun heilsu fórnarlambsins um aldur og ævi. Mögulegt er aftur á móti að taka þessa glæpi jafn alvarlega og þeir eiga skilið,“ segir Sigmundur.

Þá vekur hann athygli á því hversu mikil afgangsstærð kynferðisbrot eru í íslensku réttarkerfi.

„Það hníga til þess rök að Íslendingar lifi í samfélagi þar sem meiri áhersla er lögð á eftirgrennslan með skattsvikum en rannsóknir á kynferðisbrotamálum. Fyrri málaflokkurinn virðist vera tekinn fastari tökum en sá síðari, enda fer hann mun hraðar í gegnum réttarkerfið, jafnvel á örfáum mánuðum, á meðan þolendur kynferðisofbeldis – í yfirgnæfandi tilvikum konur – geta átt von á því að bíða árum saman eftir að dómur falli,“ segir hann.

Sigmundur segir eftir öðru að margir gerendur sem dæmdir eru fyrir þessa svívirðilegu glæpi fá að lokum afslátt af refsivistinni vegna þess hve langur tími leið frá dómsuppkvaðningu. „Og það óréttlæti upplifa margir þolendur sem aðra nauðgun, af hálfu ríkisins,“ segir hann.

Leiðarinn ber yfirskriftina Þjóðarmein og er vísun í orð Sigmundar þar sem hann segir: „Kynferðisofbeldi er þjóðarmein á Íslandi. Birtingarmyndir þess eru margvíslegar, allt frá endurtekinni áreitni til alvarlegustu sálarmorða. Og ekkert lát er á þessari svívirðu.“

Hér má lesa leiðarann í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar