fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

David Erik hefur störf hjá máltæknifyrirtækinu Tiro

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. október 2021 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Erik Mollberg hefur verið ráðinn sérfræðingur í máltækni og vöruþróun hjá máltæknifyrirtækinu Tiro ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

David lauk nýlega meistaranámi í máltækni frá Háskólanum í Reykjavík og lokaverkefni hans snéri að því að sníða talgreini sem gat ráðið við orð sem komu ekki fyrir í þjálfunargögnum.

Samhliða námi stundaði hann rannsóknarstörf innan Mál- og raddtæknistofu gervigreindarseturs HR og leiddi þar þróun og söfnun gagna í gengum Samrómur.is þar sem allir íslenskumælandi voru hvattir til að leggja rödd sína að mörkum.

Í fréttatilkynningu segir:

„Í starfi sínu innan Tiro mun David styrkja teymið sem sinnir þróun talgreina til að efla og auka notkunarmöguleika þeirra sem eru nú þegar til staðar innan fyrirtækisins. David mun jafnframt sinna mikilvægu hlutverki í vöruþróun á sviði talgreiningar og talgervingar. 

„Það liggja mikil tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki til að bæta líf sitt og störf með tilkomu máltæknilausna sem skilja íslensku. Það er því afskaplega spennandi að starfa á þessu sviði um þessar mundir.“

Tiro er ört vaxandi fyrirtæki sem hefur unnið að máltæknilausnum, sérstaklega á svið talgreiningar frá árinu 2014. Stefna fyrirtækisins er að vera leiðandi á svið taltækni fyrir íslensku. Fyrirtækið hefur byggt upp einn öflugasta talgreini fyrir íslensku sem þróaður hefur verið og stefnir ótrautt að því að útfæra lausnir byggðar á honum fyrir íslensku í stafrænu umhverfi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar