fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Mörg hundruð Danir staðnir að svindli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. október 2021 18:30

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í júní hafa 585 mál komið upp í Danmörku þar sem fólk er grunað um að brjóta reglur sem gilda um þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur, sjúkradagpeninga eða aðrar framfærslubætur frá hinu opinbera.

Málið snýst um að fólkið fór til útlanda á sama tíma og það þáði bætur en það er óheimilt samkvæmt reglum því fólkið verður að vera heima í Danmörku og vera reiðubúið til að taka að sér vinnu ef hún býðst. Fólk má í sjálfu sér fara til útlanda en það verður bara að tilkynna atvinnuleysissjóðum og sveitarfélögunum um það áður.

Eftirlit er haft með þessu á flugvöllum landsins en hlé var gert á eftirlitinu á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar var í hámarki. En eftirlitið var tekið upp á nýjan leik í júní og eins og fyrr segir skilað 585 málum síðan.

Bara um síðustu helgi komu 49 slík mál upp á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn.

Samkvæmt frétt Berlingske verða flest þessara mála tilkynnt til atvinnuleysissjóða og sveitarfélaga. Sjóðirnir og sveitarfélögin geta síðan gert endurkröfurétt á viðkomandi einstaklinga og geta krafist endurgreiðslu á bótum og sekta að auki.

Nú þegar er búið að gera kröfur í 159 af þessum málum og hljóða þær upp á 883.756 danskar krónur en það svarar til um 19 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi