Telma Líf Ingadóttir er fundin. Fréttablaðið greinir frá þessu. En hún týndist á Spáni í gær. Gekk út hún af sjúkrahúsi kl. 5:30 um morgun, án skilríkja og síma.
Í gær greindi DV fyrst íslenskra miðla frá hvarfi Telmu, en hún er 18 ára gömul og búsett á Spáni ásamt foreldrum sínum.
Stjúpmóðir Telmu segir í samtali við Fréttablaðið að systir Telmu hafi rekist á hana á leið upp í sveit til þeirra. „Hún ráfaði upp í bæ, upp í sveit til okkar. Við vorum komin á Benidorm að leita að henni og við skiljum ekki alveg hvernig hún endaði þarna, en við eigum eftir að komast að því,“ segir hún.