Matvælastofnun hefur óskað eftir því að lögregla hefji opinbera rannsókn á einstaklingi sem grunaður er um að hafa flutt til landsins án leyfis slöngur, snáka, eðlur og tarantúlur. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.
„Skv. lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra. Refsingar liggja við brotum á lögunum. Hægt er að sækja um undanþágu til slíks innflutnings. Tvö leyfi þarf til þess. Annars vegar frá Matvælastofnun. Hins vegar frá Umhverfisstofnun. Eini innflutningurinn á snákum og tarantúlum sem leyfður hefur verið til Íslands er heimild sem húsdýragarðurinn fékk fyrir 10-15 árum.
Matvælastofnun varar eindregið við ólöglegum innflutningi á dýrum. Með þeim hætti geta borist hættuleg smitefni til landsins sem ógna heilsu fólks og dýra. „