fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Prestar deila harkalega um aukagreiðslur – „Séra-hagsmunagæsla“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 08:00

Prestar deila um aukagreiðslur. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær urðu harkalegar umræður á kirkjuþingi um aukagreiðslur til presta, það er að segja greiðslur sem þeir fá beint frá þeim sem njóta þjónustu þeirra. Þetta eru til dæmis greiðslur fyrir skírn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að tillaga hafi verið lögð fram um að afnema þessar greiðslur. Á móti var lögð fram tillaga um að vísa málinu frá en hún var felld.

„Við getum ekki verið í einhverju viðskiptasambandi við guð og það á ekki að vera í samhengi heilags skírnarsakramentis,“ sagði séra Gunnlaugur Garðarsson í gær þegar tillagan um að afnema gjöld vegna prestsþjónustu þjóðkirkjunnar í áföngum.

Frávísunartillaga var lögð fram og sagði séra Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sem var einn flutningsmanna hennar, að kirkjuþing hefði samþykkt að kjaranefnd kirkjunnar færi með samningsumboð hennar við Prestafélag Íslands. Hún sagði að flutningsmenn frávísunartillögunnar teldu að aukaverkin féllu undir þetta umboð og til væri lögfræðiálit um það.

Séra Gunnlaugur sagði að málið væri ekki nýtt af nálinni. Hann hafi fengið samþykkta tillögu á aðalfundi Prestafélags Íslands um að stjórnin myndi í samráði við biskup Íslands taka á málinu og fella niður alla gjaldtöku í samhengi skírnar. „Og ég get líka upplýst ykkur um það að sá ofríkisandi ríkti í stjórninni að hún gerði ekkert með þessa aðalfundarsamþykkt allt til þessa dags. Ótrúlegustu menn stóðu upp í harkalegri vörn fyrir pyngju sinni,“ sagði hann.

Steindór Haraldsson, útfararstjóri og samstarfsmaður presta um áratugaskeið, sagði frávísunartillöguna með ólíkindum. „Þessi frávísunartillaga er ein ljótasta tillaga sem ég hef séð á kirkjuþingi síðan ég kom hérna inn 2010. Það er svo grímulaust farið að því að verja eigin fjárhagshagsmuni. Að níu af tólf prestum á kirkjuþingi hafi ekki meiri sjálfsvirðingu en þetta, það kemur mér á óvart,“ sagði hann.

Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands, sagði frávísunartillöguna vera með ólíkindum. „Það er raunverulega til nýyrði í íslensku máli sem tekur á svona málflutningi – sem er séra-hagsmunagæsla,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði