Forbes skýrir frá þessu og vitnar í læknarit þar sem fjallað er um málið. Fram kemur að strax eftir að maðurinn hafði tæmt flöskuna hafi hann fundið fyrir miklum verkjum og magi hans hafi blásið út vegna kolsýrunnar í gosdrykknum.
Hann beið í fjórar klukkustundir þar til hann fór á Beijing Chaoyang sjúkrahúsið.
Hann hafði verið við góða heilsu áður en hann drakk gosdrykkinn þennan dag og hafði ekki glímt við nein heilsufarsvandamál.
Rannsókn leiddi í ljós að hann var með mjög mikið loft í þörmunum og í æðinni sem flytur blóð frá þörmum til lifrarinnar. Loft í þessari æð getur bent til þess að viðkomandi glími við alvarleg vandamál í maga og þörmum og hefur þetta verið nefnt „dauðamerkið“.
Of mikið loft í þessari æð getur valdið því að nægt blóð berst ekki til lifrarinnar sem hefur í för með sér að hún fær ekki nóg súrefni og vefir hennar byrja að deyja.
Þannig var staðan einmitt hjá kínverska manninum. Læknar reyndu því strax að tappa lofti úr þörmum hans og gáfu honum mikið af vökva og lyf gegn bólgum til að verja lifrina. En því miður virkaði það ekki og að lokum féll blóðþrýstingur hans mikið og hann lést.