fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 26. október 2021 12:00

Árni Gils Hjaltason með verjanda sínum í Hæstarétti. mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd um eftirlit með lögreglu sendi í síðustu viku bréf til lögreglu þar sem hún brýndi fyrir lögreglu mikilvægi þess að hugað sé að klæðaburði sakborninga sem færðir eru til skýrslutöku eða fyrir dómara.

Þetta er, samkvæmt nefndinni, eitt atriða sem kemur í veg fyrir að meðferð sakborninganna teljist vanvirðandi. „Þannig er nauðsynlegt að hafa einfaldan fatnað til staðar á lögreglustöð eða leita aðstoðar fjölskyldumeðlima til að útvega fatnað, ef þörf krefur þar sem í engu tilviki á sakborningur að sæta því að sitja í skýrslutöku eða vera færður fyrir dóm án þess að vera klæddur með fullnægjandi hætti,“ segir í orðsendingu nefndarinnar til lögreglunnar.

Nefndin taldi ekki ástæðu til að frekari eftirfylgni af hálfu nefndarinnar en að beina þessum tilmælum til lögreglunnar, en tilkynnti þó málið til Opcat eftirlits umboðsmanns Alþingis. Opcat eftirlitið er valfrjáls bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, að því er segir á heimasíðu UA. Umboðsmaður Alþingis fer með eftirlitið hér á landi.

Tilefni skoðunar nefndarinnar er kvörtun Hjalta Úrsus Árnasonar yfir meðferð lögreglunnar á syni hans, Árna Gils Hjaltasonar, er Árni var í haldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri árás Árna.

Árni var dæmdur fyrir málið í héraði en sú sakfelling ómerkt og málið sent aftur í hérað af Hæstarétti til efnislegrar meðferðar. Aftur fékk Árni fjögurra ára fangelsi í héraði en var svo loks sýknaður í Landsrétti í mars á þessu ári. Lauk þar með fimm ára meðferð ákæruvaldsins á máli Árna.

Í svari lögreglunnar við erindi Nefndar um eftirlit með lögreglu og erindi föður Árna, Hjalta Úrsus, segir að kvörtun Hjalta hafi verið borin undir lögreglumanninn sem sagði það al rangt að hann hafi verið í nærfötunum einum klæða, hann hafi verið í náttslopp líka. Segir í svarinu:

Þegar upptaka af yfirheyrslunni var skoðuð kom í ljós að Árni Gils er íklæddur slopp auk þess sem hann hefur yfir sér teppi í upphafi yfirheyrslunnar. Hann er því alls ekki á nærfötum einum fata eins og haldið er fram og trúlega er hann leiddur fyrir dómara þannig tilhafður, það er að hann er í slopp en ekki á nærfötunum.

Nefnd um eftirlit með lögreglu, sem fyrr sagði, taldi náttslopp þó ekki ásættanlegan klæðnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“