fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Stjörnufræðingar eru agndofa – Dularfull útvarpsmerki berast úr miðju Vetrarbrautarinnar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. október 2021 19:00

Vetrarbrautin. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langt inni í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar er eitthvað undarlegt á seyði. Stjörnufræðingar hafa numið óvenjuleg útvarpsmerki sem berast þaðan. Þær fylgja engu mynstri sem við þekkjum og því grunar stjörnufræðinga að uppruna þeirra megi rekja til einhvers sem við höfum aldrei séð eða heyrt í áður.

Þeir telja að hér sé um eitthvað nýtt stjarnfræðilegt fyrirbæri að ræða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Sydney.

„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir doktorsneminn Ziteng Wang, sem stendur á bak við nýja rannsókn um þetta fyrirbæri sem hefur fengið hið óþjála nafn ASKAP J173608.2-321635 en það eru hnit þess á himninum.

Hvað sem þetta er þá hegðar það sér á áður óþekktan hátt og sendir frá sér undarleg merki. Vísindamennirnir benda á háa skautun fyrirbærisins og að það sendi frá sér útvarpsbylgjur sem eru misöflugar. „Merkið kviknar og slökknar á algjörlega tilviljanakenndum tímapunktum,“ segir Wang.

Þetta fyrirbæri uppgötvaðist með útvarpssjónaukanum CSIRO‘s ASKAP í vesturhluta Ástralíu. Tilvist þess var síðan staðfest með MeerKAT útvarpssjónaukanum sem er í Suður-Afríku.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu The Astrophysical Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester