Þar með verður Lúxemborg fyrsta Evrópuríkið sem heimilar bæði framleiðslu og neyslu kannabis til eigin neyslu. CNN skýrir frá þessu.
Með þessu verður grundvallarbreyting á stefnu yfirvalda gagnvart kannabisnotkun en tilraunir síðustu ára og áratuga til að halda fólki frá neyslu þeirra hafa verið misheppnaðar.
Einnig verður heimilt að versla með kannabisfræ og verða engar hömlur setta á magn THC, sem er hið vímugefandi efni í kannabis, í fræjunum.