fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Pressan

„Týndur“ göngumaður svaraði ekki í símann því hann þekkti ekki númerið sem hringt var úr

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. október 2021 07:30

Mount Elbert. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hófst leit að göngumanni sem var talinn týndur á Mount Elbert í Colorado í Bandaríkjunum. Hann svaraði ekki ítrekuðum símhringingum leitarmanna því hann þekkti ekki númerið sem hringt var úr.

Þegar að maðurinn skilaði sér ekki á tilsettum tíma til byggða var tilkynnt að hann væri týndur. Var þá reynt að hringja ítrekað í hann og senda honum textaskilaboð en hann svaraði ekki.

Fimm leitarmenn voru sendir til leitar að manninum um tveimur klukkustundum eftir að tilkynnt var að hann væri týndur. Leitarhópurinn sneri aftur eftir fimm klukkustunda leit og hafði þá ekki fundið manninn á þeim svæðum þar sem þótti líklegt að hann væri.

Annar hópur var þá sendur til leitar og leitaði hans á svæðum þar sem göngumenn villast oft. En um tveimur klukkustundum síðar skilaði maðurinn sér til byggða.

Hann sagðist hafa villst þegar fór að kvölda og hafi gengið hvern stíginn á fætur öðrum til að reyna að finna réttu leiðina. Um sólarhring eftir að hann lagði af stað í ferðina fann hann bíl sinn.

Björgunarmenn segja að maðurinn hafi ekki haft neina hugmynd um að leit stæði yfir að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír