Hugsanlega hefur þú ekki veitt því athygli að önnur hlið álpappírs er gljáandi og hin er mött.
Matta hliðin tekur betur við hita en gljáandi hliðin og því er betra að snúa gljáandi hliðinni að matnum.
Gott dæmi um þetta er þegar kartöflur eru bakaðar. Ef gljáandi hliðin er látin snúa að kartöflunni þá bakast kartaflan aðeins hraðar því matta hliðin dregur meiri hita í sig og skilar inn á við.
Ástæðuna fyrir að álpappír er með gljáandi og mattar hliðar er að finna í framleiðsluferlinu. Hann er bara 0,1 mm á þykkt og það er of þunnt til að hægt sé að láta hann fara í gegnum valsa í framleiðsluferlinu. Af þeim sökum er tvöfalt lag látið fara í gegnum valsana og hliðin sem snýr að valsinum verður gljáandi en hliðin sem snýr að hinu lagi álpappírsins verður mött.