fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Hvor hliðin á álpappír á að snúa upp?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. október 2021 07:30

Snýr rétta hliðin upp? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að það er ekki sama hvor hliðin á álpappír snýr upp þegar hann er settur utan um mat til að hita hann?

Hugsanlega hefur þú ekki veitt því athygli að önnur hlið álpappírs er gljáandi og hin er mött.

Matta hliðin tekur betur við hita en gljáandi hliðin og því er betra að snúa gljáandi hliðinni að matnum.

Gott dæmi um þetta er þegar kartöflur eru bakaðar. Ef gljáandi hliðin er látin snúa að kartöflunni þá bakast kartaflan aðeins hraðar því matta hliðin dregur meiri hita í sig og skilar inn á við.

Ástæðuna fyrir að álpappír er með gljáandi og mattar hliðar er að finna í framleiðsluferlinu. Hann er bara 0,1 mm á þykkt og það er of þunnt til að hægt sé að láta hann fara í gegnum valsa í framleiðsluferlinu. Af þeim sökum er tvöfalt lag látið fara í gegnum valsana og hliðin sem snýr að valsinum verður gljáandi en hliðin sem snýr að hinu lagi álpappírsins verður mött.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka