Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto er einhleypur samkvæmt öruggum heimildum DV. Hann var áður trúlofaður Katrine Gregersen Vedel.
Vilhelm, eða Villi Neto eins og hann er gjarnan kallaður, hefur verið áberandi innan grínsenunnar á Íslandi um árabil.
Hann útskrifaðist úr Copenhagen International School of Performing Arts, CISPA, vorið 2019.
Grínsketsar Villa njóta mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og heldur hann úti síðum á Instagram, TikTok og Twitter.
Sjá einnig: Sjáðu myndbandið – Villi Neto gerir grín að Squid Game leikurunum