fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Eldheit skoðanaskipti um framtíð Bændahallarinnar – „MAKE HOTEL SAGA GREAT AGAIN“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. október 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að íbúar í Vesturbænum ber heitar tilfinningar til Bændahallarinnar sem hýsir Hótel Sögu við Hagatorg og fólki er sannarlega ekki sama hver framtíð hússins verður.

Enn standa yfir viðræður milli Bændasamtaka Íslands, sem eiga húsið, og ríkisins um kaup á Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands. Þá greindi Vísir frá því á dögunum að einnig stæðu yfir viðræður við tvo aðila í hótelgeiranum. Áður hafi Bændasamtökin einnig átt samtal við fyrirtækið Heilsuvernd sem hefur átt í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarrýma en Heilsuvernd hafi bakkað út úr þeim viðræðum.

Perla eða forljótur steypuklumpur

Eldheitar umræður hafa skapast um þessi mál í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook.

Málshefjandi, Jón Bjarni Kristjánsson, deilir ofangreindri frétt Vísis og segir: „Er ekki einhver undirskriftarlisti sem hægt er að rita undir??? Hótel Saga er perla í Vesturbæ. Mímisbar, Súlnasalur, Grillið….! Ég neita að trúa því að þetta eigi að rata inn í HÍ, til niðurrifs og eyðileggingar! MAKE HÓTEL SAGA GREAT AGAIN!“

Misjafnt er hversu sammála fólk er þessu innileggi og einn segir til að mynda: „Hef búið í vesturbænum í 25ár og bara farið þarna inn til að fara á pósthúsið, kalla bændahöllina seint perlu vesturbæjarins.“

Annar segir: „Perla? Nei þetta er forljótur steypuklumpur.“

Hárgreiðslustofan og barinn nauðsynleg

Þá er greinilegt að fólki þykir vænt um bygginguna og er ekki sama um hvaða starfsemi verður þar. Einni finnst nauðsynlegt að hárgreiðslustofan HárSaga fái að vera þarna áfram í kjallaranum og margir vilja hreinlega skrifa nafnið sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að þarna verði allavega áfram bar.

Eftir að einn hnýtir í orðalag málshefjanda um niðurrif ef Háskólinn fer í húsið með orðunum „Bíddu, hver segir að HÍ færi eitthvað að rífa það niður frekar en einhver erlend hótelkeðja?“ þá svarar Jón Bjarni: „Ég er alls ekki að meina físískt niðurrif hússins. Ég kalla þær tillögur niðurrifsstarfsemi sem fram hafa komið; að breyta þessu í e-a stúdentagarða eða þá að breyta þessu í sjúkrahótel eins og þeir gerðu við Broadway“

Gott að fá háskólalíf

Margir eru þó afar hrifnir af hugmyndum um að hluti starfsemi Háskóla Íslands verði flutt í Bændahöllina. „Ég held að það yrði frábært að fá þarna háskólalíf. Það felur í sér fólk á öllum aldri; nemendur og starfsmenn, en einnig gesti sem vilja koma og borða á veitingastöðum sem tengjast starfseminni eða sækja viðburði, svo sem opna fyrirlestra og annað. Háskólasamfélög eru skemmtileg samfélög.“

Umræðurnar í heild sinni má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar

„Pirringur“ í garð Pútíns meðal herforingja og elítunnar