fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Kínverjar reyna að dreifa nýrri kenningu um uppruna kórónuveirunnar – Humar kemur við sögu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. október 2021 06:59

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur ein helsta kenningin um uppruna hennar verið að hún borist í fólk úr leðurblöku á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Önnur kenning, sem hefur náð töluverðri útbreiðslu, er að veiran hafi sloppið út úr tilraunastofu í Wuhan. Báðar þessar kenningar falla kínverskum stjórnvöldum lítt í geð og hafa þau ítrekað reynt að halda því fram að veiran sé ekki upprunin í Kína.

Að undanförnu hafa þeir reynt að halda þeirri kenningu á lofti að veiran hafi borist til Kína frá Maine í Bandaríkjunum með humri.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að þýski vísindamaðurinn Marcel Schliebs, sem starfar hjá Oxford háskólanum á Englandi, hafi rekist á færslur um þetta þegar hann var að fara yfir opinbera Twitterprófíla kínverskra yfirvalda.

Hann sá að Zha Liyou, aðalræðismaður Kína, í Kokata á Indlandi hafði deilt færslu með þessari undarlegu kenningu um uppruna veirunnar. Kenningin gengur í stuttu máli út á að veiran hafi borist til Kína í nóvember 2019 með humri frá Maine. Út frá þessu á veiran að hafa breiðst út um heiminn. En því fer víðs fjarri að þetta hafi verið sannað.

Schliebs sá að þessari kenningu hafði verið deilt á tæplega 600 mismunandi kínverskum Twitterprófílum um langa hríð og líkist þetta að hans mati samhæfðri aðgerð. Kenningunni var dreift á kínversku, spænsku, frönsku, pólsku, kóresku og meira að segja latínu. Þetta gerðist alltaf á sama tíma eða á milli klukkan 8 og 11 að kínverskum tíma.

NBC News hefur eftir honum að sumir þessara prófíla hafi greinilega verið „óvandaðir leppreikningar“ með nokkra eða jafnvel enga fylgjendur. Aðrir virtust hafa verið „eðlilegir“ prófílar í upphafi en hafði svo líklegast verið stolið og síðan notaðir til að dreifa röngum upplýsingum og falsfréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland